Bílafjármögnun

Landsbankinn aðstoðar fólk og fyrirtæki að koma hlutum á hreyfingu. Fyrirtæki geta jafnframt fundið hagstæðar leiðir til fjármögnunar á atvinnutækjum. Finndu hvaða leið hentar þér best og Landsbankinn brúar bilið.

Fjármögnun fyrir alls konar bíla og tæki

Landsbankinn fjármagnar ýmsar gerðir bíla og tækja. Hér fyrir neðan getur þú reiknað út afborganir og kostnað miðað við þínar forsendur. Athugið að afsláttur af lántökugjöldum vistvænna bíla er ekki inni í reiknivélinni.
 

Reiknivél

Kaupverð
Innborgun
Samningstími í mánuðum
Upphæð
2.000.000
Lánshlutfall
80%
Samningsupphæð
2.086.560 kr.
Kostnaður
86.560 kr.
Útborguð upphæð
2.000.000 kr.
Sundurliðun kostnaðar
Stofnkostnaður (%)70.560 kr.
Umsýslugjald söluaðila
Vextir (óverðtryggðir) 9,65%
Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,70%
Mánaðarleg greiðsla
34.443
Greiðsla Gjalddagi Afborgun Vextir Kostnaður* Samtals greitt Eftirstöðvar
 

Vistvæn bílafjármögnun

Landsbankinn vill leggja sitt af mörkum til að gera vistvæna bíla að góðum kosti við bílakaup. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum lægra lántökugjald eða fellum lántökugjaldið niður við fjármögnun á bílum sem skilgreindir eru sem vistvænir.

Nánar um fjármögnun vistvænna bíla

 

Fá ráðgjöf um bílafjármögnun

   

  Bifreiðar

  • Allt að 80% fjármögnun
  • Hámarks lánstími allt að 7 ár
  • Aldur bifreiðar og lánstími að hámarki 12 ár samanlagt
  • Hámarksaldur bifreiðar er 9 ár

   

  Ferðavagnar

  • Tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi
  • Allt að 75% fjármögnun
  • Hámarks lánstími allt að 7 ár
  • Aldur ferðavagns og lánstími getur að hámarki verið 10 ár samanlagt (sé ferðavagn góð söluvara og ástand gott)

   

  Mótorhjól og snjósleðar

  • Allt að 70% fjármögnun
  • Hámarks lánstími er allt að 5 ár, að frádregnum aldri hjóls/sleða (sé hjól/sleði góð söluvara og ástand gott)
  • Skilyrði að lántaki sé orðinn 24 ára
  • Fjármögnun er ekki í boði vegna kaupa á torfæru- eða kappaksturstækjum, eða tækjum sem nota á utanvega

   

   

   

  Aldur bíls 5 ár
  Lánstími 7 ár
  Hreyfðu bílinn til að sjá samspil lánstíma og aldurs bíls.

   


  Þarf ég að fara í greiðslumat?

  Ef fjárhæð láns fer yfir 2.200.000 króna fyrir einstakling þarf greiðslumat og ef fjárhæð láns fer yfir 4.400.000 króna þegar um hjón eða sambúðarfólk er að ræða þarf greiðslumat.

  Nánar um greiðslumat og fylgigögn

   

  Sækja um greiðslumat

  Vextir og kjör

  • Lánshlutfall <51% - 4,90%
  • Lánshlutfall 51-69,9% - 5,30%
  • Lánshlutfall 70-80% - 5,60%
  • F36 - Fastir vextir í 3 ár - 6,65%