Korta­app­ið

Með korta­app­inu get­ur þú borg­að á ör­ugg­an hátt með Android sím­an­um þín­um. Út­tekt­ar­heim­ild­ir og öll fríð­indi á borð við Aukakrón­ur og trygg­ing­ar hald­ast auð­vit­að óbreytt.

  • Eng­in auka­gjöld
  • Mjög ör­ugg greiðslu­leið
  • Fyr­ir öll greiðslu­kort, líka gjafa­kort­in

Hvernig skrái ég kortið mitt í kortaappið?

Þú finnur kortaappið undir nafninu "Kort" í Google Playstore. Fylgdu leiðbeiningum í appinu þar sem þú velur notandanafn og lykilorð og auðkennir þig með SMS eða tölvupósti.

1
Sæktu appið í Google Playstore
2
Nýskráðu þig í appið
3
Skráðu kort í appið
4
Veldu kort sem á að vera sjálfvalið
Greitt með símanum

Í hvaða símum virkar appið?

Appið virkar í tækjum sem keyra á Android stýrikerfi og eru með þráðlausa samskiptatækni (NFC virkni).

Hvernig get ég skráð mig inn í appið?

  • Með fingrafaraskanna eða með því að slá inn notandanafn og lykilorð.
  • Það þarf ekki að skrá sig inn í hvert sinn sem borga á með appinu. Það dugar að aflæsa símanum.

Hvernig borga ég með kortaappinu?

1
Aflæstu símanum. Þú þarf ekki að opna kortaappið
2
Leggðu símann að posa með snertilausri virkni
3
Greiðsla er framkvæmd með sjálfgefna kortinu
Stúlka í símanum

Nýttu þér bankaþjónustu í símanum og á netinu

Í flestum tilvikum er engin þörf á að fara í útibú til að fá bankaþjónustu því hægt er að framkvæma helstu aðgerðir og fá ýmis konar þjónustu með síma og tölvu að vopni. Hér getur þú kynnt þér hvernig stunda má heimsóknar- og snertilaus bankaviðskipti.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur