Ef rangt PIN númer er slegið þrisvar sinnum lokast fyrir PIN númera notkun. Hægt er að enduropna fyrir PIN númerið í hraðbönkum Landsbankans ef um er að ræða kreditkort með því að slá inn rétt PIN. Hægt er að nálgast rétt PIN í netbankanum eða farsímabankanum, l.is.
Ef um er að ræða debetkort þarf korthafi að hafa samband við næsta útibú eða þjónustuver Landsbankans og biðja um að enduropna PIN númerið. Þegar starfsfólk Landsbankans hefur enduropnað fyrir PIN númera notkun þarf að virkja það í örgjörvaposa næst þegar kortið er notað með því að slá inn rétt PIN númer. Einnig er hægt að nálgast rétt PIN númer í netbankanum eða farsímabankanum, l.is. Ef heimild fæst fyrir fjárhæðinni enduropnast PIN númerið og skal korthafi þá staðfesta greiðsluna með undirskrift á kvittun.
Sé korthafi staddur erlendis og kreditkortið lokað fyrir PIN númera notkun er hægt að enduropna það með því að taka út pening í hraðbönkum og slá þá inn rétt PIN númer. Taka þarf út pening sem samsvarar 50 pundum.