Tryggingar

Ferðatryggingar

Ferðatryggingar eru innifaldar í árgjaldi kreditkortsins en þær eru mismunandi eftir kortum. Meginsjónarmið við samsetningu þeirra er að korthafi njóti jafnan öruggra slysa- og sjúkratrygginga ásamt þjónustu varðandi útvegun: læknis, heimflutnings og annars er lýtur að slysum eða veikindum á ferð erlendis. Sjá nánar í skilmálum hvers korts.

Vörður tryggingar hf. sér um tryggingar allra kreditkorta. Starfsfólk Varðar metur tjón og greiðir út bætur samkvæmt tryggingaskilmálum. Korthafar eru vinsamlega beðnir að snúa sér beint til tjónadeildar Varðar með frekari spurningar.

Athugið að til að tryggja sem skjótastan afgreiðslutíma þurfa viðeigandi gögn að fylgja.

Nánari upplýsingar veitir Vörður, www.vordur.is, sími: 514-1000.

SOS neyðaraðstoð

SOS International annast viðlaga- og neyðarhjálp fyrir kreditkorthafa Landsbankans. Hvar og hvenær sem er veitir SOS International korthöfum aðgang að margvíslegri neyðarþjónustu og læknishjálp.

SOS International veitir í megindráttum rétt til þrenns konar aðstoðar án aukakostnaðar:

  • Útvegar læknishjálp.
  • Annast sjúkraflutninga, ferðalög vandamanna og flutning jarðneskra leifa heim ef korthafi lætur lífið erlendis.
  • Veitir tímabundna fyrirgreiðslu vegna sjúkrakostnaðar.

Þegar korthafi á ferðalagi erlendis lendir í slysi eða veikist getur hann haft samband beint við SOS International +45 7010 5050 sem gefur ráð um hvað gera skuli.

Eins er alltaf hægt að að hafa samband á skrifstofutíma við:

  • Vörður tryggingar hf. í síma: +354 514 1000.

Utan skrifstofutíma:

  • Vaktþjónustu Visa kortahafa í síma + 354 525 2200.

Við minnum korthafa á að tilkynna strax um glatað eða stolið kort. 

Upplýsingar vegna COVID-19

Á vefsíðu tryggingafélagsins Varðar eru upplýsingar um kortatryggingar fyrir viðskiptavini sem verða fyrir áhrifum af völdum COVID-19.

Sjá nánar á vef Varðar

Neyðarsímanúmer

SOS International

  • +45 7010 5050

Upplýsingar á skrifstofutíma

  • Vörður +354 514 1000

Vaktþjónusta utan skrifstofutíma

  • Visa +354 525 2200