Beingreiðslur

Beingreiðslur eru þægileg leið til að greiða föst útgjöld, t.d. áskriftar- og afnotagjöld, fjölmiðla-, orku- og símareikninga, tryggingariðgjöld og endurnýja happdrættismiða. Reikningarnir eru sjálfkrafa skuldfærðir á eindaga. Viðskiptavinur gerir samning við bankann um þá reikninga sem hann vill að skuldfærðir séu. Kostnaður við beingreiðslur er enginn.

Til þess að stofna beingreiðslusamning er smellt á aðgerðarhnappinn við ógreiddan reikning og smellt á Stofna beingreiðslusamning.
Alla beingreiðslusamninga er síðan að finna undir flipanum Beingreiðslur.