Upplýsingar til Seðlabankans

Upplýsingar til Seðlabankans

Þrátt fyrir að gjaldeyrishöftum hafi nánast að öllu leyti verið aflétt ber Landsbankanum samkvæmt lögum og reglum um gjaldeyrismál að tilkynna um tilteknar fjármagnshreyfingar til Seðlabanka Íslands.

Þegar viðskiptavinur framkvæmir erlenda millifærslu í netbanka þarf hann að flokka greiðsluna eftir tilgangi hennar, í samræmi við flokkunarlykla Seðlabanka Íslands.

Í ákveðnum tilvikum þarf viðskiptavinur jafnframt að skila inn viðbótar upplýsingum á excel skjali til að Landsbankinn geti uppfyllt tilkynningarskyldu sína til Seðlabanka Íslands. Viðeigandi excel skjal er sent í netbanka viðskiptavinar þegar millifærsla hefur verið framkvæmd.

Nánari upplýsingar

Tilkynna ber um þær fjármagnshreyfingar, þau gjaldeyrisviðskipti og þær fjárfestingar sem nánar eru tilgreind í reglum um gjaldeyrismál nr. 200/2017, með síðari breytingum, sbr. 1.-8. tölul. 3. mgr. og 1.-5. tölul. 4. mgr. 2. gr., 3. gr. og 4. gr. reglnanna.

Um framkvæmd tilkynningarskyldunnar fer skv. 15. gr. framangreindra reglna um gjaldeyrismál og leiðbeiningum Seðlabankans um nánari framkvæmd reglnanna sem birtar eru á vefsíðu Seðlabankans.

Reglur Seðlabanka Íslands nr. 200/2017 eru settar samkvæmt heimild í 4. mgr. 13. gr. b., 5. mgr. 13. gr. c., 9. mgr. 13. gr. j., 15. mgr. 13. gr. n., 4. og 5. mgr. 13. gr. o, 3. mgr. 13. gr. p. og 1. og 3. mgr. 14. gr. laga nr. 87/1992, með síðari breytingum..

Nánari upplýsingar á vef Seðlabanka Íslands