PIN fyrir debetkort

Hvernig sæki ég PIN fyrir debetkort?

Korthafar geta nálgast PIN fyrir debetkort í netbanka Landsbankans, fyrirtækjabankanum og á farsímavefnum L.is, en hér fyrir neðan má sjá hvernig nálgast má númerið á auðveldan hátt.

Einnig er hægt að óska eftir nýju útprentuðu PIN-bréfi með því að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 410 4000 eða með því að senda tölvupóst á landsbankinn@landsbankinn.is.

Netbanki einstaklinga

Leið 1

Á "Síðan mín" er farið í aðgerðarhnapp á þeim reikningi sem kortið tengist. Ýta á hnappinn og velja „Sækja PIN“.

 

Leið 2

Á Bankareikningar er valinn sá reikningur sem kortið tengist. Smella á PIN-hnappinn.

Farsímabankinn L.is

1. Velja „Bankareikningar“.

 

2. Velja viðkomandi reikning.

3. Velja "Sækja PIN".

4. Smella á „Sækja PIN“.

Fyrirtækjabankinn

Fara í „Stillingar“ á vinstri spássíu og velja „Sækja PIN“.

Þar birtast kort viðkomandi aðila. Velja kortið og smella á „Sækja PIN“ hnappinn.