Kort og greiðslur

Landsbankinn býður fjölbreytt úrval greiðslukorta, debet- og kreditkorta, auk fleiri greiðslulausna á borð við erlendar greiðslur (SEPA og SWIFT), boðgreiðslur, beingreiðslur, greiðsluþjónustu og fleira.

Kreditkort

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt úrval  Visa kreditkorta, hvert með mismunandi tryggingar, fríðindi og árgjöld.

Tryggingar og neyðaraðstoð

Nánar


Debetkort

Nýtt debetkort Landsbankans er hefðbundið debetkort en með nýjum kostum sem gera verslun og þjónustu þægilegri og öruggari. En með debetkortunum er hægt að greiða snertilaust, versla á netinu og nota á fjölmörgum sölustöðum um allan heim.

NánarErlendar greiðslur

Gjaldeyrisviðskipti fara fram hjá útibúum Landsbankans og gjaldeyrismiðlun bankans, sem veitir einnig ráðgjöf varðandi stjórn gjaldeyrisáhættu. Viðskiptavinir, einstaklingar og lögaðilar geta án takmarkana átt gjaldeyrisviðskipti, fjárfest í erlendum verðbréfum og átt ýmis konar viðskipti yfir landamæri Íslands.

Nánar

Greiðsluþjónusta

Með greiðsluþjónustu eru gjöld skuldfærð af reikningi þínum á réttum tíma. Þú velur í upphafi hvaða útgjöld á að skuldfæra í greiðsluþjónustu en tryggt þarf að vera að innistæða sé fyrir greiðslunni.

Nánar

Sjálfvirkar greiðslur

Sjálfvirkar greiðslur eru valkostur fyrir einstaklinga sem vilja greiða útgjöldin sín skilvíslega án fyrirhafnar. Viðskiptavinir geta valið á milli þess að setja útgjöldin í boð- eða beingreiðslur.

Nánar

Gjafakort Landsbankans

Ertu í vandræðum með að finna réttu gjöfina? Þá erum við með góða lausn fyrir þig. Gjafakort Landsbankans, gjöf sem hentar öllum. Gjafakortið er allt í senn, gjöf, umbúðir og kort.

Nánar

Apple Pay

Apple Pay gerir þér kleift að borga hratt og örugglega með símanum, á netinu og í öppum. Settu Landsbankakortið þitt í Apple Wallet og byrjaðu að nota Apple Pay.

Nánar

Kortaapp Landsbankans

Með kortaappi Landsbankans getur þú nú geymt bæði debet- og kreditkortin þín í farsímanum og borgað með símanum um allan heim í posum sem bjóða snertilausa virkni. Þú finnur appið „Kort“ í Google Play Store.

Nánar

Athugasemd vegna kortafærslu

Ef um er ræða færslu vegna kaupa á vöru eða þjónustu ber korthafa að snúa sér fyrst til söluaðila og reyna að leysa málið beint við hann áður en send er inn athugasemd við færslu.

Nánar