Var­ist fals­frétt­ir um skjót­feng­inn gróða

Landsbankinn varar eindregið við falsfréttum sem oft snúast um ótrúlega góð tilboð eða skjótan gróða nafngreindra Íslendinga. Fréttunum er gjarnan dreift á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum og þær geta í sumum tilfellum verið töluvert sannfærandi.
4. október 2018 - Landsbankinn

Þessar fölsku fréttir hafa þann tilgang að fá fólk til að gefa upp kreditkortaupplýsingar eða aðrar fjárhagslegar upplýsingar í þeim tilgangi að svíkja fé af fólki.

Við höfum áður fjallað um skilaboðasvik og gylliboð á netinu, þar með talið falskar atvinnuauglýsingar, loforð um skjótfenginn gróða, óvæntan arf, lottóvinning og þessháttar. Falsfréttir (e. fake news) eru af sama toga. Það var þó fyrst nú á þessu ári sem margar slíkar tóku að birtast á íslensku, jafnvel á vandaðri íslensku, og á vefsíðum sem hermdu eftir útliti þekktra íslenskra miðla. Í mörgum slíkum falsfréttum er fjallað um hvernig viðkomandi einstaklingur græddi fúlgur fjár með auðveldum hætti. Falsfréttum fylgja gjarnan myndir af einstaklingnum sem teknar hafa verið af netinu.

FalsfréttÍ apríl 2020 skaut þessi falsfrétt upp kollinum á samfélagsmiðlum. Útlitið er sannfærandi en fréttin er fölsuð.

Falsfréttir geta því verið mjög sannfærandi útlits, jafnvel þótt þær séu uppspuni frá rótum. Ekki er alltaf nóg að leita að upplýsingum úr falsfréttinni í leitarvélum því svindlararnir hafa gjarnan stofnað aðrar síður sem styðja falsfréttina og valda því að aðvaranir birtast neðar í leitarniðurstöðum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjallaði um þessi svik í færslu í byrjun október 2018.

Kortafyrirtækið Valitor hefur einnig varað við svona fréttum. RÚV og visir.is eru meðal þeirra innlendu fréttamiðla sem hafa fjallað um þetta vandamál.

FalsfréttÍ þessari falsfrétt eru ýmislegt sem sýnir að hún er fölsuð. Þarna stendur t.a.m. Viðskiptabaðið en ekki Viðskiptablaðið, mánaðarheitið er ritað með röngum hætti og netfang ritstjórnar Viðskiptablaðsins (vb.is) er rangt, þ.e. endar á vba.is.

Hver er tilgangur falsfrétta

Að baki falsfrétta eru gjarnan svikamyllur sem miða að því að plata grandalausa einstaklinga til að láta fé af hendi. Í öðrum tilvikum er reynt að laða fram upplýsingar um bankareikninga, kreditkort, aðgangsupplýsingar í netbanka og þess háttar. Netsvikarinn hagnýtir svo þessar upplýsingar til að svíkja út fé.

Núorðið er það á hvers manns færi að semja falsfréttir og birta á trúverðugri vefslóð. Sé leitað að “fake news generator” á Google, vísa leitarniðurstöður á aragrúa vefsíðna sem semja sjálfkrafa og samstundis falskar fréttir, eða að fréttaritara gefst kostur á að hafa áhrif á textaritun og hlaða sjálfur inn myndum. Vefsíðurnar útvega sérstaka vefslóð sem falsfréttasmiður deilir svo á netinu.

Viðskiptamódel falsfrétta nútímans er þess eðlis að erfitt er að berjast gegn þeim. Því meira sem smellt er á þær, þeim mun ábatasamari eru þær. Við þetta bætist að þegar lesandi deilir falsfrétt er hann ekki aðeins að tryggja að hún fari á flug, heldur er hann einnig að ljá falsfréttinni ákveðinn trúverðugleika eða vægi. Þess vegna ætti fólk hvorki að smella á né deila falsfréttum.

FalsfréttDæmi um falsfrétt

Hvað er til ráða?

Vandaðir fréttamiðlar stunda góða fréttamennsku og verja tíma og fjármunum í að byggja upp orðspor og traust. Þeir leggja mikla vinnu í heimildaöflun og kanna staðreyndir eins og frekast er unnt.

Fyrir okkur lesendur er helsta ráðið að beita heilbrigðri skynsemi, yfirvegun og gagnrýnni hugsun. Það er góð regla að velta ávallt fyrir sér réttmæti fréttarinnar og uppruna hennar. Er fréttin á viðurkenndum fréttamiðli? Er slóðin á viðkomandi vefsíðu örugglega rétt? Þá er góð regla að deila ekki fréttum í hugsunarleysi.

Svikatilraunir verða sífellt vandaðri og útsmognari og því er rétt að ítreka mikilvægi þess að vera á varðbergi gagnvart óvæntum tilboðum. Það sem hljómar of gott til að vera satt er líklega ekki satt.

Greinin var uppfærð í apríl 2020.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
13. jan. 2023

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða

Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
Öryggi í netverslun
4. nóv. 2022

14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun

Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Netöryggi
7. sept. 2022

Fræðsluefni um varnir gegn netsvikum

Við höfum tekið saman aðgengilegt fræðsluefni um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
8. júlí 2022

Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi

Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
12. maí 2022

Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna

Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.
New temp image
8. mars 2022

Upptökur af fróðlegum fundi um netöryggismál

Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
2. mars 2022

Tinder-svindlarinn og hætturnar á netinu

Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu.
Netöryggi
4. nóv. 2021

Hvernig get ég varist kortasvikum?

Það er mjög mikilvægt að lesa vandlega öll skilaboð sem koma frá bankanum þínum, kortafyrirtækjum, þjónustuaðilum eða verslunum áður en þú gefur upp greiðsluupplýsingar eða samþykkir greiðslu. Með því að fara vandlega yfir skilaboðin getur þú dregið verulega úr hættunni á að verða þolandi kortasvika.
12. apríl 2021

Þekkt vörumerki notuð til að svíkja út peninga

Undanfarið hefur borið meira á tilraunum til svonefndra vörumerkjasvika sem ganga út á að villa um fyrir fólki með gylliboðum í nafni þekktra fyrirtækja og lokka það inn á vefsíður fjársvikara. Nýverið birtust færslur á Facebook með fölsuðum skjámyndum úr íslenskum bankaöppum, í einmitt þessum tilgangi.
8. okt. 2020

Fræðsla og umræða um netöryggi ber árangur

Þrátt fyrir að meira sé nú um tilraunir til hvers kyns netsvika falla færri í gildruna. Það sem af er árinu 2020 hefur fjársvikamálum á netinu, þar sem svikin takast og tjón verður, fækkað um helming miðað við sama tíma árið 2019. Við teljum að þróunin sé að mestu leyti fræðslu og umræðu um netöryggi að þakka en kórónuveirufaraldurinn hefur líka sín áhrif.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur