Netör­yggi og notk­un farsíma í snjall­bún­aði bíla­leigu­bíla

Handfrjáls símabúnaður veitir öryggi og þægindi. Mikilvægt er að aftengja símann við skil á bílaleigubíl því annars geta þrjótar notfært sér gögnin til að undirbúa svik.
5. júlí 2019 - Landsbankinn

Ef við leigjum bíl í nokkra daga eða vikur, til dæmis í sumarfríi erlendis, tengjum við gjarnan einn eða fleiri síma fjölskyldunnar við bílinn með þráðlausum búnaði (e. Bluetooth). Nytsemin er ótvíræð, hlusta má á leiðsögutækið, spila tónlist og hvaðeina.

Mörg bílaleigufyrirtæki hafa það fyrirmyndarverklag að fjarlægja símatengingar og gögn leigutaka þegar ökutæki er skilað. Sé slíkt ekki gert eru upplýsingarnar sýnilegar þeim sem á eftir koma og slyngir hrappar geta meira að segja hlaðið niður öllum tengiliðalista símans, símtalaskránni eins og hún leggur sig, leiðsagnarferlum og fjölmörgu fleiru sem vistast sjálfkrafa í hugbúnað bílsins og ber með sér persónuupplýsingar um hvert þú fórst, við hvern þú talaðir og eftir atvikum, hvað þú gerðir. Ef þú ert með síma frá vinnuveitanda er eftir enn meiru að slægjast.

Fyrirmælafölsun byggir á slíkum upplýsingum

Hver er áhættan?, kann einhver að spyrja. Svikahrappar geta hagnýtt þær upplýsingar sem vistast í hugbúnaði bílaleigubílsins til að villa á sér heimildir í margskonar samskiptasvikum (e. social engineering). Upplýsingarnar geta þeir notað til að undirbúa sig vel til að þeir geti sent trúverðug skilaboð í nafni fórnarlambs. Með því að komast yfir ferðaferilinn og símtalasöguna í fríinu og að fylgjast grannt með hegðun þinni á samfélagsmiðlum, jafnvel að brjótast inn á Facebook-aðganginn, má púsla saman sannfærandi lygasögu og beita henni á ættingja, vinnuveitanda, banka, tryggingafélög og marga fleiri sem þér tengjast. Fyrirbærinu má líkja við sálfræðihernað þar sem svikahrappar nota sálræna og tilfinningalega eiginleika fólks til að ráðskast með það.

Snjallbúnaður í bifreið

Þekktasta dæmið hérlendis eru annars vegar fyrirmælafalsanir sem ganga út á að svíkja út fé með því að gefa fölsk fyrirmæli um greiðslur, og hins vegar svik í gegnum tölvupóst og smáskilaboð. Þá hefur sú þróun átt sér stað undanfarin misseri að æ fleiri glæpamenn hafa fært sig yfir á samfélagsmiðlana til að ná betur athygli fólks og veiða það í sérsniðnar gildrur, aðlagaðar persónueiginleikum viðkomandi.

Aftengdu símann við skil

Kannski er full langt gengið að ráðleggja fólki að tengja aldrei síma við bílaleigubíla en í öllu falli er best að treysta á sjálfan sig fremur en verklag annarra. Þó bílaleigan fullyrði að hún eyði gögnunum hefur þú ekki fullvissu fyrir því nema að vera viðstaddur og sú er sjaldnast raunin. Yfirleitt er maður á hraðferð við skil á bílaleigubíl og setur lykilinn í skilabox utan við flugstöðina til að drífa sig í innritun.

Þess vegna er brýnt að þú aftengir símann úr búnaði bílsins við skil. Sama gildir ef þú hefur tengt símann við fleira en útvarpið, eins og til dæmis við frístandandi leiðsagnartæki eða sjónvarp í lofti og aftursætum. Hið sama á við þegar bifreið er seld eða þegar þú skilar bíl af öðrum ástæðum.

Á meðal annarra ráða er að loka fyrir gælunafnið þitt í símanum (nefna símann „iPhone“ í stað „Jakobs sími“) og forðast að stilla „Heim” á nákvæmlega heimilisfang þitt í fríinu. Hvort tveggja kemur að gagni ef bíllinn er tekinn ófrjálsri hendi í fríinu.

Megir þú svo eiga góða ferð, hvert sem vegir liggja!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
13. jan. 2023

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða

Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
Öryggi í netverslun
4. nóv. 2022

14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun

Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Netöryggi
7. sept. 2022

Fræðsluefni um varnir gegn netsvikum

Við höfum tekið saman aðgengilegt fræðsluefni um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
8. júlí 2022

Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi

Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
12. maí 2022

Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna

Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.
New temp image
8. mars 2022

Upptökur af fróðlegum fundi um netöryggismál

Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
2. mars 2022

Tinder-svindlarinn og hætturnar á netinu

Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu.
Netöryggi
4. nóv. 2021

Hvernig get ég varist kortasvikum?

Það er mjög mikilvægt að lesa vandlega öll skilaboð sem koma frá bankanum þínum, kortafyrirtækjum, þjónustuaðilum eða verslunum áður en þú gefur upp greiðsluupplýsingar eða samþykkir greiðslu. Með því að fara vandlega yfir skilaboðin getur þú dregið verulega úr hættunni á að verða þolandi kortasvika.
12. apríl 2021

Þekkt vörumerki notuð til að svíkja út peninga

Undanfarið hefur borið meira á tilraunum til svonefndra vörumerkjasvika sem ganga út á að villa um fyrir fólki með gylliboðum í nafni þekktra fyrirtækja og lokka það inn á vefsíður fjársvikara. Nýverið birtust færslur á Facebook með fölsuðum skjámyndum úr íslenskum bankaöppum, í einmitt þessum tilgangi.
8. okt. 2020

Fræðsla og umræða um netöryggi ber árangur

Þrátt fyrir að meira sé nú um tilraunir til hvers kyns netsvika falla færri í gildruna. Það sem af er árinu 2020 hefur fjársvikamálum á netinu, þar sem svikin takast og tjón verður, fækkað um helming miðað við sama tíma árið 2019. Við teljum að þróunin sé að mestu leyti fræðslu og umræðu um netöryggi að þakka en kórónuveirufaraldurinn hefur líka sín áhrif.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur