Nýttu þér banka­þjón­ustu í sím­an­um og á net­inu

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar sem eru framkvæmdar í appinu og netbankanum.
29. mars 2021 - Landsbankinn

Greiða reikninga

 • Það er einfalt að greiða alla reikninga bæði í appinu og í netbankanum.
 • Svo getur verið þægilegt að skrá reikningana sem berast mánaðarlega í beingreiðslu í netbankanum og þá greiðast þeir sjálfvirkt á eindaga.
 • Þótt appið og netbankinn sé fljótlegasta og þægilegasta leiðin þá er líka einfalt að borga reikninga í næsta hraðbanka.

Breyta yfirdrætti

 • Í appinu og í netbankanum getur þú breytt yfirdrættinum eða sett hann í lækkunarferli.

Hækka heimild á kreditkorti

 • Í appinu og í netbankanum getur þú breytt heimild á kreditkorti. 

Dreifa kreditkortareikningi

 • Í netbankanum er hægt að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt.

Erlendar millifærslur

 • Hægt er að framkvæma erlendar greiðslur í appinu og í netbankanum. 

Aukalán vegna óvæntra útgjalda

 • Hægt er að sækja um Aukalán í appinu og dreifa endurgreiðslu til allt að 5 ára. Þú færð peninginn strax inn á reikninginn þinn eða kreditkortið.

Snertilausar greiðslur

 • Það er þægilegra og öruggara að nota síma eða snjallúr, fremur en snertilaus greiðslukort. Hægt er að greiða með Apple Pay, kortaappi Landsbankans (fyrir Android-stýrikerfi), Garmin Pay eða Fitbit Pay.
 • Með snertilausri virkni á greiðslukortum er ekki hægt að greiða hærri fjárhæð en 7.500 kr. í hvert skipti en engar slíkar fjárhæðartakmarkanir eru á greiðslum með farsímum og úrum.

Kortanúmerið í appinu

 • Í appinu er hægt að finna kortanúmer, gildistíma og CVC-númer greiðslukorta. Auðvelt er að afrita og líma þær upplýsingar á öruggan og fljótlegan hátt inn í greiðsluform vefverslana.

Sækja um greiðslukort

 • Það tekur bara augnablik að sækja um greiðslukort í appinu.
 • Síðan er hægt að flytja greiðslukortaupplýsingarnar beint úr appinu yfir í forritið sem á að nota (Apple Pay, kortaappið, Garmin eða Fitbit) og byrja að greiða með því snertilaust.

Gjafakortið í síman

 • Þú getur skráð gjafakortið í Apple Pay, kortaappið, Garmin Pay eða Fitbit Pay og greitt snertilaust með því hvar og hvenær sem er.

Sparnaður og verðbréf

 • Í appinu getur þú sett þér sparnaðarmarkmið og valið sparnaðarleiðir sem auðvelda þér að ná því. Þú getur líka boðið vinum eða fjölskyldunni að taka þátt í sparnaðinum.
 • Í netbankanum er hægt að stofna sparireikninga, stilla á reglulegan sparnað og eiga viðskipti með hlutabréf og í sjóðum.

Íbúðalán og greiðslumat

 • Þú ferð í gegnum greiðslumat á vef okkar og sækir um lán. Þegar því er lokið hefur ráðgjafi okkar samband við þig símleiðis.

Bílalán á netinu

 • Hægt að sækja um bílalán með því að undirrita þau með rafrænum hætti hjá bílasala/bílaumboði eða með því að hafa samband við Þjónustuverið.
 • Ef lánið er hærra en 2,2 milljónir fyrir einstaklinga og 4,4 milljónir fyrir hjón og sambúðarfólk er rafrænt greiðslumat sótt á landsbankinn.is á örfáum mínútum.

Ertu ekki í viðskiptum við Landsbankann?

 • Þú getur stofnað til viðskipta með rafrænum skilríkjum bæði hér á vefnum og með því að sækja Landsbankaappið.

Nánari upplýsingar um þjónustu í Landsbankaappinu

Nánari upplýsingar um þjónustu í netbankanum

Þú gætir einnig haft áhuga á
14. okt. 2021

Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin og liggur munurinn m.a. í því að sumir lífeyrissjóðir bjóða fólki upp á þann kost að greiða hluta af skyldulífeyrissparnaði í séreign sem ella hefði runnið í samtryggingu. Séreignin erfist að fullu við fráfall sjóðsfélaga.
7. okt. 2021

Hvernig getur sparnaður stuðlað að sjálfbærara samfélagi?

Loftslagsbreytingar, góðir stjórnarhættir og ábyrg nýting auðlinda jarðar eru aðeins nokkur viðfangsefni sjálfbærni, enda snertir hún á flestu sem við tökum okkur fyrir hendur.
Verðbréfasíða í netbanka
5. okt. 2021

Þetta er gott að vita áður en þú kaupir hlutabréf

Áður en fjárfest er í hlutabréfum er mikilvægt að vera með lykilhugtök á hreinu, skilja ferlið og vera meðvituð um áhættuna sem fylgir.
Kona að hlaupa
15. sept. 2021

Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?

Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
28. júní 2021

Ertu á leið í sumarfrí?

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar í appinu og netbankanum sem geta komið sér vel í sumarfríinu.
Rafbíll í hleðslu
7. júní 2021

Ertu á leiðinni í fyrsta rafbílaferðalagið?

Ferðalög á rafbílum hafa aldrei verið auðveldari og sífellt fjölgar nýjum hraðhleðslustöðvum sem geta hlaðið bílinn nánast til fulls á 10-40 mínútum. Það þarf þó að hafa nokkra hluti í huga áður en lagt er af stað í langferðalag á rafbílnum.
Verðbréf í appi
3. maí 2021

Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði

Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Almennt má segja að slíkir sjóðir gefi kost á meiri ávöxtun en hefðbundnir sparireikningar, sérstaklega þegar vextir eru lágir. Áhættan er á hinn bóginn meiri og hún er mjög misjöfn á milli sjóða. Því er gott að þekkja nokkur lykilhugtök þegar þú veltir fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð.
24. mars 2021

Aldrei of snemmt að byrja að spara

Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast. Það er gaman að sjá fjárhæðina hækka og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum. Svo er mikið frelsi fólgið í því að geta keypt sér það sem mann vantar eða bara langar í, þegar maður vill.
8. mars 2021

Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?

Samgöngur eru órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. Kostnaður við samgöngur vegur þungt í heimilisbókhaldinu og fólk getur sparað sér ótrúlega mikla peninga með því að gera breytingar á því hvernig það fer á milli staða.
4. mars 2021

Hvað þarf að hafa í huga við kaup á bíl?

Kaup á bíl þarfnast góðs undirbúnings enda er kostnaðarsamt að kaupa, reka bíl og halda honum við. Í þessari grein er fjallað stuttlega um nokkur atriði sem þarf að hafa í huga við bílakaup.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur