Leit­in að ávöxt­un

Þar sem vextir á Íslandi eru nú lágir þarf fólk sem vill spara, eða hefur nú þegar komið sér upp sparnaði, að hugsa betur um hvernig það getur fengið góða ávöxtun. Þá er eðlilegt að spyrja hvaða sparnaðarleiðir henti til að fá sem besta vexti en takmarka um leið áhættuna.
Fjölskylda að útbúa mat
17. febrúar 2021

Vaxtalækkanir undanfarið hafa leitt til þess að áhugi almennings á verðbréfaviðskiptum, fjárfestingum í sjóðum og á verðbréfamörkuðum almennt, hefur aukist. Hér er fjallað um nokkrar leiðir til að ávaxta sparifé með öðrum hætti en því að leggja peninga inn á hefðbundna innlánsreikninga.

Eignadreifing dregur úr áhættu

Fjárfestingar í verðbréfum og verðbréfasjóðum fela alltaf í sér einhverja áhættu. Til að lágmarka áhættu er mælt með því að dreifa eignum og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Eignadreifing sannaði gildi sitt svo sannarlega á árinu 2020 sem einkenndist af mikilli og óvæntri óvissu sem birtist í töluverðum sveiflum á helstu eignamörkuðum.

Láttu sérfræðinga aðstoða þig

Ætlir þú að sjá sjálf um að velja réttu verðbréfin þarft þú að fylgjast vel með, en að vakta eignamarkaði og stýra fjárfestingum getur verið mjög tímafrekt. Þróunin hefur verið sú að einstaklingar hafa í auknum mæli keypt í sjóðum. Hjá sjóðunum sjá sérfræðingar um að stýra fjármununum, eftir fyrirfram skilgreindri fjárfestingarstefnu, með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.

Úrvalið af sjóðum er mjög mikið. Það er t.d. hægt að kaupa í skuldabréfasjóðum eða hlutabréfasjóðum en einnig í blönduðum sjóðum. Fjárfesting í sjóðum er almennt skattalega hagkvæm þar sem fjármagnstekjuskattur er ekki greiddur fyrr en inneignin er tekin úr sjóðnum.

Áskrift getur borgað sig

Það getur borgað sig að vera í áskrift að sjóðum, frekar en að kaupa bara af og til. Með mánaðarlegri áskrift í sjóðum greiðir þú ekkert gjald við kaup og greiðir lægra afgreiðslugjald. Hjá sjóðunum er hagnaður af einni fjárfestingu jafnaður út á móti tapi af annarri og þú greiðir því aðeins fjármagnstekjuskatt af heildarávöxtun upphæðarinnar sem þú lagðir í sjóðinn. Síðast en ekki síst er einfalt að byggja upp sparnað með reglulegum sparnaði í sjóði.

Mikilvægt að fá góða ráðgjöf

Það getur borgað sig að leita ráðgjafar þegar horft er fram á veginn og framtíðin skipulögð. Það er mikilvægt að gefa sér tíma og skoða vel þær leiðir sem eru í boði. Einnig er æskilegt að ráðgjöfin sem veitt er sé sérsniðin að þínum markmiðum, hversu mikla áhættu þú ert tilbúin að taka og hversu lengi þú ætlar að binda spariféð. Við erum til staðar til að fara með þér yfir þær sparnaðarleiðir sem í boði eru.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir er framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Þá er vakin athygli á því að skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Landsbankinn hf. er söluaðili sjóða í rekstri Landsbréfa hf., rekstrarfélagi með starfsleyfi á Íslandi sem heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Áður en þú tekur ákvörðun um fjárfestingu í sjóði þá hvetjum við þig til að kynna þér útboðslýsingu, lykilupplýsingar, upplýsingablað og skjalið skattamál sem finna má undir hverjum sjóði á vefsíðunni landsbankinn.is/sjodir.

Einnig getur þú kynnt þér skilmála Landsbankans hf., útdrátt um hagsmunaárekstra og áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga sem finna má á vefsíðunni landsbankinn.is/bankinn/um-bankann/reglur-og-skilmalar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kona að hlaupa
15. sept. 2021

Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?

Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
28. júní 2021

Ertu á leið í sumarfrí?

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar í appinu og netbankanum sem geta komið sér vel í sumarfríinu.
Rafbíll í hleðslu
7. júní 2021

Ertu á leiðinni í fyrsta rafbílaferðalagið?

Ferðalög á rafbílum hafa aldrei verið auðveldari og sífellt fjölgar nýjum hraðhleðslustöðvum sem geta hlaðið bílinn nánast til fulls á 10-40 mínútum. Það þarf þó að hafa nokkra hluti í huga áður en lagt er af stað í langferðalag á rafbílnum.
Verðbréf í appi
3. maí 2021

Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði

Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Almennt má segja að slíkir sjóðir gefi kost á meiri ávöxtun en hefðbundnir sparireikningar, sérstaklega þegar vextir eru lágir. Áhættan er á hinn bóginn meiri og hún er mjög misjöfn á milli sjóða. Því er gott að þekkja nokkur lykilhugtök þegar þú veltir fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð.
29. mars 2021

Nýttu þér bankaþjónustu í símanum og á netinu

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar sem eru framkvæmdar í appinu og netbankanum.
24. mars 2021

Aldrei of snemmt að byrja að spara

Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast. Það er gaman að sjá fjárhæðina hækka og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum. Svo er mikið frelsi fólgið í því að geta keypt sér það sem mann vantar eða bara langar í, þegar maður vill.
8. mars 2021

Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?

Samgöngur eru órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. Kostnaður við samgöngur vegur þungt í heimilisbókhaldinu og fólk getur sparað sér ótrúlega mikla peninga með því að gera breytingar á því hvernig það fer á milli staða.
4. mars 2021

Hvað þarf að hafa í huga við kaup á bíl?

Kaup á bíl þarfnast góðs undirbúnings enda er kostnaðarsamt að kaupa, reka bíl og halda honum við. Í þessari grein er fjallað stuttlega um nokkur atriði sem þarf að hafa í huga við bílakaup.
27. jan. 2021

Persónuvernd barna - hvaða upplýsingar vinnur bankinn um þig?

Allar upplýsingar um þig eða sem tengjast þér eru persónuupplýsingar, t.d. nafnið þitt, kennitalan, heimilisfang og símanúmer og jafnvel ljósmyndir af þér eða myndbönd. Persónuvernd þýðir að þú átt rétt á þínu einkalífi. Bankinn biður þig ekki um meiri upplýsingar en hann þarf.
11. sept. 2020

Hvernig má fá góða ávöxtun í lágvaxtaumhverfi?

Nú þegar vextir á Íslandi eru í sögulegu lágmarki þurfa sparifjáreigendur og fjárfestar að takast á við nýjar og framandi aðstæður. Til að fá ávöxtun umfram verðbólgu er viðbúið að taka þurfi meiri áhættu.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur