Leit­in að ávöxt­un

Þar sem vextir á Íslandi eru nú lágir þarf fólk sem vill spara, eða hefur nú þegar komið sér upp sparnaði, að hugsa betur um hvernig það getur fengið góða ávöxtun. Þá er eðlilegt að spyrja hvaða sparnaðarleiðir henti til að fá sem besta vexti en takmarka um leið áhættuna.
Fjölskylda að útbúa mat
17. febrúar 2021

Vaxtalækkanir undanfarið hafa leitt til þess að áhugi almennings á verðbréfaviðskiptum, fjárfestingum í sjóðum og á verðbréfamörkuðum almennt, hefur aukist. Hér er fjallað um nokkrar leiðir til að ávaxta sparifé með öðrum hætti en því að leggja peninga inn á hefðbundna innlánsreikninga.

Eignadreifing dregur úr áhættu

Fjárfestingar í verðbréfum og verðbréfasjóðum fela alltaf í sér einhverja áhættu. Til að lágmarka áhættu er mælt með því að dreifa eignum og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Eignadreifing sannaði gildi sitt svo sannarlega á árinu 2020 sem einkenndist af mikilli og óvæntri óvissu sem birtist í töluverðum sveiflum á helstu eignamörkuðum.

Láttu sérfræðinga aðstoða þig

Ætlir þú að sjá sjálf um að velja réttu verðbréfin þarft þú að fylgjast vel með, en að vakta eignamarkaði og stýra fjárfestingum getur verið mjög tímafrekt. Þróunin hefur verið sú að einstaklingar hafa í auknum mæli keypt í sjóðum. Hjá sjóðunum sjá sérfræðingar um að stýra fjármununum, eftir fyrirfram skilgreindri fjárfestingarstefnu, með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.

Úrvalið af sjóðum er mjög mikið. Það er t.d. hægt að kaupa í skuldabréfasjóðum eða hlutabréfasjóðum en einnig í blönduðum sjóðum. Fjárfesting í sjóðum er almennt skattalega hagkvæm þar sem fjármagnstekjuskattur er ekki greiddur fyrr en inneignin er tekin úr sjóðnum.

Áskrift getur borgað sig

Það getur borgað sig að vera í áskrift að sjóðum, frekar en að kaupa bara af og til. Með mánaðarlegri áskrift í sjóðum greiðir þú ekkert gjald við kaup og greiðir lægra afgreiðslugjald. Hjá sjóðunum er hagnaður af einni fjárfestingu jafnaður út á móti tapi af annarri og þú greiðir því aðeins fjármagnstekjuskatt af heildarávöxtun upphæðarinnar sem þú lagðir í sjóðinn. Síðast en ekki síst er einfalt að byggja upp sparnað með reglulegum sparnaði í sjóði.

Mikilvægt að fá góða ráðgjöf

Það getur borgað sig að leita ráðgjafar þegar horft er fram á veginn og framtíðin skipulögð. Það er mikilvægt að gefa sér tíma og skoða vel þær leiðir sem eru í boði. Einnig er æskilegt að ráðgjöfin sem veitt er sé sérsniðin að þínum markmiðum, hversu mikla áhættu þú ert tilbúin að taka og hversu lengi þú ætlar að binda spariféð. Við erum til staðar til að fara með þér yfir þær sparnaðarleiðir sem í boði eru.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir er framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Þá er vakin athygli á því að skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Landsbankinn hf. er söluaðili sjóða í rekstri Landsbréfa hf., rekstrarfélagi með starfsleyfi á Íslandi sem heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Áður en þú tekur ákvörðun um fjárfestingu í sjóði þá hvetjum við þig til að kynna þér útboðslýsingu, lykilupplýsingar, upplýsingablað og skjalið skattamál sem finna má undir hverjum sjóði á vefsíðunni landsbankinn.is/sjodir.

Einnig getur þú kynnt þér skilmála Landsbankans hf., útdrátt um hagsmunaárekstra og áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga sem finna má á vefsíðunni landsbankinn.is/bankinn/um-bankann/reglur-og-skilmalar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. júní 2022

Hvað á að borga fyrir barnapössun?

Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Sumarnámskeið eru líka yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
10. júní 2022

Hafðu bankann í vasanum í sumarfríinu

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar í appinu og netbankanum sem geta komið sér vel í sumarfríinu.
10. maí 2022

Fyrstu skrefin í verðbréfafjárfestingum

Áður en byrjað er að fjárfesta í verðbréfum er mikilvægt að hafa ákveðin lykilatriði á hreinu og vera meðvituð um áhættuna.
Evrópsk verslunargata
11. apríl 2022

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
11. jan. 2022

Hvað þýða öll þessi fjármálaorð?

Áður en við förum að lesa okkur til um íbúðakaup eða mætum á fund með fjármálaráðgjafa getur verið gott að skoða hugtökin sem við munum lesa og heyra í samtalinu. Þannig getum við verið viss um að hafa þá undirstöðu sem við þurfum til að byggja skilning og taka raunverulega upplýstar ákvarðanir.
5. jan. 2022

Fimm leiðir til að setja sér fjárhagsleg markmið

Fjárhagsleg markmiðasetning er oft grunnurinn að því að önnur markmið geti orðið að veruleika. Hér á eftir fara nokkur ráð um hvernig gott er að bera sig að þegar þú setur þér fjárhagsleg markmið.
14. des. 2021

Valgreiðslur í netbankanum – hvaðan koma þær og til hvers eru þær?

Valgreiðslur (valkröfur) eru reikningar sem ekki þarf að greiða. Þær eru gjarnan stofnaðar af félagasamtökum eða stofnunum og oft í þeim tilgangi að afla styrkja til góðra málefna. Í appinu og netbankanum er hægt að fela valgreiðslur eða eyða þeim (og auðvitað greiða þær, ef vilji er til þess). Um þetta og aðra eiginleika valgreiðslna fjallar þessi grein.
14. okt. 2021

Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin og liggur munurinn m.a. í því að sumir lífeyrissjóðir bjóða fólki upp á þann kost að greiða hluta af skyldulífeyrissparnaði í séreign sem ella hefði runnið í samtryggingu. Séreignin erfist að fullu við fráfall sjóðsfélaga.
7. okt. 2021

Hvernig getur sparnaður stuðlað að sjálfbærara samfélagi?

Loftslagsbreytingar, góðir stjórnarhættir og ábyrg nýting auðlinda jarðar eru aðeins nokkur viðfangsefni sjálfbærni, enda snertir hún á flestu sem við tökum okkur fyrir hendur.
Verðbréfasíða í netbanka
5. okt. 2021

Þetta er gott að vita áður en þú kaupir hlutabréf

Áður en fjárfest er í hlutabréfum er mikilvægt að vera með lykilhugtök á hreinu, skilja ferlið og vera meðvituð um áhættuna sem fylgir.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur