Leit­in að ávöxt­un

Þar sem vextir á Íslandi eru nú lágir þarf fólk sem vill spara, eða hefur nú þegar komið sér upp sparnaði, að hugsa betur um hvernig það getur fengið góða ávöxtun. Þá er eðlilegt að spyrja hvaða sparnaðarleiðir henti til að fá sem besta vexti en takmarka um leið áhættuna.
Fjölskylda að útbúa mat
17. febrúar 2021

Vaxtalækkanir undanfarið hafa leitt til þess að áhugi almennings á verðbréfaviðskiptum, fjárfestingum í sjóðum og á verðbréfamörkuðum almennt, hefur aukist. Hér er fjallað um nokkrar leiðir til að ávaxta sparifé með öðrum hætti en því að leggja peninga inn á hefðbundna innlánsreikninga.

Eignadreifing dregur úr áhættu

Fjárfestingar í verðbréfum og verðbréfasjóðum fela alltaf í sér einhverja áhættu. Til að lágmarka áhættu er mælt með því að dreifa eignum og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Eignadreifing sannaði gildi sitt svo sannarlega á árinu 2020 sem einkenndist af mikilli og óvæntri óvissu sem birtist í töluverðum sveiflum á helstu eignamörkuðum.

Láttu sérfræðinga aðstoða þig

Ætlir þú að sjá sjálf um að velja réttu verðbréfin þarft þú að fylgjast vel með, en að vakta eignamarkaði og stýra fjárfestingum getur verið mjög tímafrekt. Þróunin hefur verið sú að einstaklingar hafa í auknum mæli keypt í sjóðum. Hjá sjóðunum sjá sérfræðingar um að stýra fjármununum, eftir fyrirfram skilgreindri fjárfestingarstefnu, með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.

Úrvalið af sjóðum er mjög mikið. Það er t.d. hægt að kaupa í skuldabréfasjóðum eða hlutabréfasjóðum en einnig í blönduðum sjóðum. Fjárfesting í sjóðum er almennt skattalega hagkvæm þar sem fjármagnstekjuskattur er ekki greiddur fyrr en inneignin er tekin úr sjóðnum.

Áskrift getur borgað sig

Það getur borgað sig að vera í áskrift að sjóðum, frekar en að kaupa bara af og til. Með mánaðarlegri áskrift í sjóðum greiðir þú ekkert gjald við kaup og greiðir lægra afgreiðslugjald. Hjá sjóðunum er hagnaður af einni fjárfestingu jafnaður út á móti tapi af annarri og þú greiðir því aðeins fjármagnstekjuskatt af heildarávöxtun upphæðarinnar sem þú lagðir í sjóðinn. Síðast en ekki síst er einfalt að byggja upp sparnað með reglulegum sparnaði í sjóði.

Mikilvægt að fá góða ráðgjöf

Það getur borgað sig að leita ráðgjafar þegar horft er fram á veginn og framtíðin skipulögð. Það er mikilvægt að gefa sér tíma og skoða vel þær leiðir sem eru í boði. Einnig er æskilegt að ráðgjöfin sem veitt er sé sérsniðin að þínum markmiðum, hversu mikla áhættu þú ert tilbúin að taka og hversu lengi þú ætlar að binda spariféð. Við erum til staðar til að fara með þér yfir þær sparnaðarleiðir sem í boði eru.

Sparnaðarráðgjöf

Veistu ekki hvaða sparnaðarleið þú átt að velja? Forsendur hvers og eins eru mismunandi og viðhorf fólks til áhættu eru oft ólík.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir er framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Þá er vakin athygli á því að skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Landsbankinn hf. er söluaðili sjóða í rekstri Landsbréfa hf., rekstrarfélagi með starfsleyfi á Íslandi sem heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Áður en þú tekur ákvörðun um fjárfestingu í sjóði þá hvetjum við þig til að kynna þér útboðslýsingu, lykilupplýsingar, upplýsingablað og skjalið skattamál sem finna má undir hverjum sjóði á vefsíðunni landsbankinn.is/sjodir.

Einnig getur þú kynnt þér skilmála Landsbankans hf., útdrátt um hagsmunaárekstra og áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga sem finna má á vefsíðunni landsbankinn.is/bankinn/um-bankann/reglur-og-skilmalar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. jan. 2021

Persónuvernd barna - hvaða upplýsingar vinnur bankinn um þig?

Allar upplýsingar um þig eða sem tengjast þér eru persónuupplýsingar, t.d. nafnið þitt, kennitalan, heimilisfang og símanúmer og jafnvel ljósmyndir af þér eða myndbönd. Persónuvernd þýðir að þú átt rétt á þínu einkalífi. Bankinn biður þig ekki um meiri upplýsingar en hann þarf.
11. sept. 2020

Hvernig má fá góða ávöxtun í lágvaxtaumhverfi?

Nú þegar vextir á Íslandi eru í sögulegu lágmarki þurfa sparifjáreigendur og fjárfestar að takast á við nýjar og framandi aðstæður. Til að fá ávöxtun umfram verðbólgu er viðbúið að taka þurfi meiri áhættu.
Skipulagning framkvæmda
9. júní 2020

Hvað kostar að taka skammtímalán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.
5000 króna seðill
24. apríl 2020

Hvenær gildir vísitala neysluverðs til verðtryggingar?

Vísitala neysluverðs reiknast ekki strax til verðtryggingar. Í þessum pistli er fjallað um hvernig og hvenær vísitalan er tekin með í reikninginn.
Eldri hjón með hund
27. mars 2020

Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?

Hér er að finna svör við nokkrum algengum spurningum þeirra sem eru að nota netbankann eða appið í fyrsta sinn.
Stúlka í símanum
13. mars 2020

Nýttu þér bankaþjónustu í símanum og á netinu

Í flestum tilvikum er engin þörf á að fara í útibú til að fá bankaþjónustu því hægt er að framkvæma helstu aðgerðir og fá ýmis konar þjónustu með síma og tölvu að vopni. Hér getur þú kynnt þér hvernig stunda má heimsóknar- og snertilaus bankaviðskipti.
Litríkir bolir á fataslá
18. júní 2019

Góð ráð um kortanotkun í útlöndum

Greiðslukortasérfræðingur hjá Landsbankanum mælir með því að fólk greiði með snertilausum hætti, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni greiðslukorta. Þannig minnki hætta á að óviðkomandi sjái PIN-númerið.
13. maí 2019

Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum

Sumarið er komið, átakið Hjólað í vinnuna er rúllað af stað og því er upplagt að fara aðeins yfir hjólreiðahagfræðina.
Dalir og evrur
26. mars 2019

Hvernig er staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af gengishagnaði reiknuð?

Margir kjósa að geyma hluta af sparnaði sínum á sparireikningum í erlendri mynt. Þegar gengi krónunnar veikist myndast gengishagnaður á þessum reikningum og ber bankanum að draga 22% fjármagnstekjuskatt af slíkum gengishagnaði. Skatturinn er innheimtur við úttekt af viðkomandi reikningi og skýrar reglur (en dálítið flóknar) gilda um útreikningana.
Þvottavélar í verslun
7. nóv. 2018

Hvað kostar að taka vaxtalaus lán?

Stundum er auglýst að neytendur geti fengið vaxtalaus lán við kaup á dýrari hlutum og tækjum. Ýmiss kostnaður fellur oftast til við lántökuna. Þegar upp er staðið er því lítill eða enginn munur á hvort lánið beri vexti eða ekki.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur