Fjármálafræðsla

Það er markmið Landsbankans að viðskiptavinir séu vel upplýstir um eigin fjármál og að þeir hafi góða þekkingu á þeim vörum og þjónustu sem þeim stendur til boða hverju sinni.

Landsbankinn leggur sitt af mörkum til að stuðla að auknu fjármálalæsi viðskiptavina sinna með faglegri ráðgjöf og ítarlegri upplýsingagjöf. Auk þess býður bankinn upp á fræðslu til ungmenna, stendur að ráðstefnum, fjölbreyttum fræðslufundum o.fl.

Fróðleikur á vefnum

Umræðan á vef Landsbankans er upplýsingasíða þar sem reglulega eru birtar fréttir og pistlar um efnahagsmál og fjallað um það helsta sem er í umræðunni hverju sinni.

Fjármálabloggið Fjárhagur er einnig tileinkað fræðslu um fjármál. Þar miðla starfsmenn bankans af þekkingu sinni og reynslu um málefni er snerta fjármál heimilisins og fjallað um efnahagsmál á léttari nótum.

Fræðslumyndbönd - Fjármál gegnum lífið

Fjármál gegnum lífið eru stutt myndbönd sem hvert og eitt fjalla um viðburði tengda fjárhagslegum skuldbindingum í lífi hvers og eins. Myndböndin segja í stuttu máli frá því hvað gott er að hafa í huga við sérhver tímamót.