Sjálfbærnistyrkir

Sjálfbærnistyrkir

Við veitum 10 milljónir króna árlega úr Sjálfbærnisjóði bankans til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að sjálfbærni. Miðað er við að hver styrkur sé að upphæð 1.000.000 - 2.000.000 krónur.

Iðnaðarmenn að störfum

Áhersla á orkuskipti

Við leitumst við að styrkja þróun og rannsóknir á lausnum sem hraða orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágu kolefnisspori.

Styrkirnir eru ekki síst ætlaður nemendum og sprotafyrirtækjum.

Styrkhæfar lausnir geta verið í formi þróunar vélbúnaðar, hugbúnaðar, framleiðsluferlis eða annars. Við skoðum einnig verkefni þar sem frekari rannsókna er þörf og styrkjum rannsóknarfasa.

Sjálfbærnistyrkir 2023

Umsóknarferlið

Við hvetjum umsækjendur til að senda öll þau gögn sem geta komið að gagni við mat á umsóknum og gera skýra grein fyrir því hvernig styrk yrði varið.

Sérstök dómnefnd fer yfir umsóknir þegar umsóknarfresturinn er liðinn. Dómnefndin er skipuð tveimur sérfræðingum úr skóla- og atvinnulífinu ásamt tveimur fulltrúum bankans.

Umsóknarfrestur var til og með 18. júní 2024.

Styrkþegar fyrri ára

Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum

Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni.

Olíutankar í USA
Loftslagsbreytingar framtíðar hafa strax áhrif á fjárfesta

Áhætta vegna loftslagsbreytinga er gjarnan metin út frá því hver áhrifin verða eftir nokkra áratugi.

Fjöll
Sjálfbærnistefna Landsbankans

Áherslur bankans í sjálfbærni skiptast í umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur