Sjálfbærniupplýsingar

Sjálfbærniupplýsingar

Hér má finna upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Upplýsingagjöfin er tengd sjálfbærni í samræmi við 3. gr. og 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr.2019/2088.

Strönd

Upplýsingagjöf í tengslum við sjálfbærniáhættu

Í samræmi við 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2019/2088, um upplýsingagjöf tengdri sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (e. SFDR sem innleidd var með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Samkvæmt 3. gr. skulu aðilar á fjármálamarkaði birta á vefsetrum sínum upplýsingar um hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í fjárfestingarákvarðanatökuferli þeirra. Fjármálaráðgjafar skulu jafnframt birta á vefsetrum sínum upplýsingar um hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í fjárfestingar- eða vátryggingarráðgjöf þeirra. Landsbankinn fellur undir framangreinda skyldu sem aðili á fjármálamarkaði auk þess bankinn kann að veita fjárfestingarráðgjöf til viðskiptavina sinna.

SFDR skilgreinir sjálfbærniáhættu sem atburð eða ástand á sviði umhverfismála, félagsmála eða stjórnarhátta sem gæti, ef hann gerist, haft raunveruleg eða hugsanleg veruleg neikvæð áhrif á virði fjárfestingar.

Landsbankinn vinnur markvisst að innleiðingu á mati á sjálfbærniáhættu þegar ákvarðanir um fjárfestingar innan bankans eru teknar. Hluti af skyldum okkar gagnvart viðskiptavinum er að þekkja og greina áhættu sem gæti haft fjárhagsleg áhrif á eignir sem við erum með í stýringu. Í þessu felst skylda til þess að taka tillit til og meta áhrif sjálfbærniáhættu á kerfisbundinn hátt í tengslum við ákvarðanir í eignastýringu og fjárfestingaráðgjöf. Við högum störfum okkur í samræmi við stefnu um ábyrgar fjárfestingar sem er hluti af sjálfbærnistefnu bankans. Sjálfbærnistefnan er samþykkt af bankaráði og er hún rýnd og uppfærð á tveggja ára fresti. Stefnan er öllum aðgengileg á vef bankans.

Þegar bankinn veitir fjárfestingarráðgjöf er sjálfbærniáhætta höfð til hliðsjónar í upplýsingagjöf til viðskiptavina þegar kemur að vali á fjárfestingarvörum með því að leggja mat á sjálfbærniáhættur sem geta haft áhrif á einstakar fjárfestingar eða eignasöfn.

Sjálfbærnistefna Landsbankans

Yfirlýsing varðandi neikvæð áhrif fjárfestingaákvarðana á sjálfbærniþætti

(e. Principal Adverse Impact on sustainability factors)

Lög nr. 25/2023 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu innleiddi tvær reglugerðir Evrópusambandsins annars vegar Taxonomy og hins vegar SFDR.

Samkvæmt 4. gr. SFDR ber aðilum á fjármálamarkaði eins og þeir eru skilgreindir í reglugerðinni að birta á vefsíðum sínum eftir því sem við á, uppfærðar upplýsingar um það að hvaða leyti tekið er tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestinga á sjálfbærniþætti. Umfang upplýsinganna miðast við stærð og eðli starfseminnar og tegundir fjármálaafurða. PAI telst vera þau neikvæðu áhrif sem fjárfesting eða fjárfestingarráðgjöf hefur á sjálfbærniþætti eins og þeir eru skilgreindir í SFDR.

Þessari yfirlýsingu er ætlað að veita upplýsingar um hvernig Landsbankinn ætlar að bera kennsl á, mæla og stjórna neikvæðum áhrifum sem fjárfestingarákvarðanir kunna að hafa á sjálfbærniþætti. Með sjálfbærniþáttum er átt við umhverfismál, félagsleg og mannauðsmál, virðingu fyrir mannréttindum og málefni sem varða spillingu og fjárkúgun.

Landsbankinn hefur sett sér markmið um að samþætta sjálfbærniþætti í fjárfestingarákvörðunarferlið og samræma starfsemi bankans að þeim markmiðum sem Parísarsamkomulagið og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna kveða á um. Með því að taka tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestinga á sjálfbærniþætti leggur bankinn sitt af mörkum til að auka langtíma jákvæða afkomu viðskiptavina okkar sem stuðlar að sjálfbærari efnahag og þjóðfélagi.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur