Sjálfbærnistarf bankans
Sjálfbærnistarf bankans
Við viljum stuðla að sjálfbærni og stöðugri framför í íslensku samfélagi. Skýr og metnaðarfull sjálfbærnistefna varðar veginn okkar og veitir aðhald.
Heimsmarkmiðin hluti af stefnunni
Við fylgjum fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með markvissum hætti. Markmiðin tengjast öll starfsemi bankans og því getur vinnan að þeim hámarkað jákvæð áhrif okkar á umhverfi og samfélag.
Sjálfbær fjármálaumgjörð Landsbankans myndar ramma um fjármögnun bankans á umhverfisvænum og félagslegum verkefnum. Við höfum gefið út slíka umgjörð sem eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjálfbæran sjávarútveg. Við gefum reglulega út áhrifaskýrslu sjálfbærrar fjármögnunar og fáum álit frá þriðja aðila til að tryggja að fjármögnuð verkefni uppfylli kröfur sjálfbæru fjármálaumgjarðarinnar og tryggja gagnsæi. Umgjörðin hefur hlotið mat alþjóðlega matsfyrirtækisins Sustainalytics.
Við höfum unnið markvisst að innleiðingu á stefnu um ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár. Samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta við mat á fjárfestingarkostum hefur jákvæð áhrif á ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og dregur úr rekstraráhættu. Landsbankinn er stofnaðili að IcelandSIF. Hann er einnig aðili að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), auk hnattræns samkomulags SÞ (UN Global Compact).
Árs- og sjálfbærniskýrsla
Í árs- og sjálfbærniskýrslu bankans fjöllum við ítarlega um sjálfbærnivinnu okkar og áhrif bankans á umhverfi og samfélag. Við fylgjum viðmiðum Global Reporting Initiative, meginatriðum (GRI Standards).
Kolefnislosun
Við höfum metið kolefnislosun frá lánasafni okkar með PCAF-loftslagsmælinum. Þannig þekkjum við svokallaða fjármagnaða kolefnislosun bankans aftur til ársins 2019 en nýjasta skýrslan okkur um mat á kolefnislosun hefur fengið staðfestingu óháðs endurskoðanda. Helsta áskorun banka í vegferðinni að kolefnishlutleysi hefur verið að meta óbein umhverfisáhrif sín sem eru mun meiri en bein áhrif. Í okkar tilfelli er minna en 1% losunar frá beinum rekstri. Þekking byggð á gögnum er algjört lykilatriði í vinnu að því halda hlýnun jarðar undir markmiðum Parísarsamkomulagsins.
Landsbankinn með staðfest vísindaleg markmið um samdrátt í losun
Markmið Landsbankans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hafa verið samþykkt af Science Based Targets initiative (SBTi). Við erum fyrsti bankinn á Íslandi til að ná þessum áfanga. Markmið Landsbankans miðast að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C að meðaltali.
Starfsemin kolefnisjöfnuð
Við höfum kolefnisjafnað hefðbundna starfsemi bankans fyrir árið 2022 og hlotið hina alþjóðlega viðurkenndu CarbonNeutral® vottun. Í samstarfi við Natural Capital Partners höfum við kolefnisjafnað starfsemina með bindingu eða minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Sú binding er vottuð samkvæmt ströngustu alþjóðlegu stöðlum og hefur þegar átt sér stað.
Umhverfismál
Við þekkjum umhverfisáhrif okkar og gerum nákvæma greiningu á beinum og óbeinum umhverfisáhrifum okkar ofar í virðiskeðjunni út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði GHG Protocol. Við birtum ítarlegar upplýsingar um umhverfismál og kolefnisspor bankans í árs- og sjálfbærniskýrslu bankans sem er aðgengileg öllum á vefnum okkar.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.