Sjálfbærnimerki

Sjálf­bærni­merki

Á ár­un­um 2021 til 2022 fengu 15 fyr­ir­tæki sjál­bærni­merki Lands­bank­ans. Vegna breyt­inga á lög­gjöf um sjálf­bærni var tekin ákvörð­un um að hætta að veita merk­ið.

Breytingar með innleiðingu flokkunarkerfis ESB

Sérstaða merkisins var sú að sjálfbær fjármálaumgjörð Landsbankans er tekin út af þriðja aðila sem staðfesti (e. second-party opinion) að umgjörðin sé í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar ICMA (e. International Capital Market Association) og kröfur markaðarins.

Síðan hefur flokkunarkerfi Evrópusambandsins um sjálfbær verkefni (e. EU Taxonomy) verið innleitt sem skilgreinir á samræmdan máta hvað geti talist vinna að sjálfbærni. Til grundvallar sjálfbærnimerki Landsbankans lágu víðtækari skilgreiningar en felast í flokkunarkerfinu. Landsbankinn hefur verið virkur þátttakandi í samræmdum skilgreiningum og mælingum á sjálfbærni og til þess að valda ekki misskilningi hefur verið tekin ákvörðun að hætta útgáfu sjálfbærnimerkisins. 

Þau hlutu sjálfbærnimerkið

Til að hljóta sjálfbærnimerki Landsbankans þurfti fyrirtækið, eða verkefnið sem verið var að fjármagna, að uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett voru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans.

Hopp Reykjavík fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Hopp Reykjavík

Hopp Reykjavík, hefur fengið sjálfbærnimerkið þar sem yfir 90% af tekjum félagsins koma frá sjálfbærum verkefnum

Sjálfbærnimerki

AB-Fasteignir

AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerkið vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku.

Svansprent

Svansprent hefur fengið sjálfbærnimerkið þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.

Arnheiður K. Gísladóttir, forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans og Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir eigendur Prentmets Odda.

Prentmet Oddi

Prentmet Oddi ehf. hefur fengið sjálfbærnimerkið þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.

Ræstitækni fær sjálfbærnimerki

Ræstitækni

Ræstitækni ehf. hefur hlotið sjálfbærnimerkið fyrir Svansvottun á vöru og þjónustu.

Landsnet

Landsnet hf. hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna flutnings á raforku með lágu kolefnisspori.

Sigtún þróunarfélag

Sigtún þróunarfélag hefur hlotið sjálfbærnimerkið fyrir Svansvottun á húsnæði í miðbæ Selfoss.

iClean

iClean hefur hlotið sjálfbærnimerkið fyrir Svansvottun á vöru og þjónustu.

Brynja leigufélag

Brynja leigufélag hefur hlotið sjálfbærnimerkið fyrir útleigu á húsnæði á viðráðanlegu verði.

Byggingafélag Hafnarfjarðar

Byggingafélag Hafnarfjarðar, dótturfélag MótX ehf., hefur hlotið sjálfbærnimerkið vegna byggingar Svansvottaðs húsnæðis.

Hreinsitækni

Hreinsitækni ehf. hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna starfsemi sinnar á sviði mengunarvarna og sjálfbærrar meðhöndlunar vatns og skólps.

Algalíf

Algalíf

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur fengið sjálfbærnimerkið fyrir framleiðslu á umhverfisvottaðri vöru.

Orkuveitan fær sjálfbærnimerki bankans

Orkuveita Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna framleiðslu á rafmagni og hita með lágu kolefnisspori.

Árni Þór Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Landsbankans, Birna Bragadóttir stjórnarformaður Ljósleiðarans og Reynir Smári Atlason sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum.

Ljósleiðarinn

Ljósleiðarinn ehf. hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna uppsetningar og rekstrar ljósleiðara.

Runólfur V. Guðmundsson og Árni Þór Þorbjörnsson

Útgerðarfélag Reykjavíkur

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna MSC vottaðra fiskveiða.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur