Sjálfbærnimerki
Sjálfbærnimerki
Fyrirtæki sem standast kröfur um sjálfbær verkefni geta sótt um að fá sjálfbærnimerkið okkar. Viðskiptastjórinn þinn veit meira um málið.
Þau hafa hlotið sjálfbærnimerkið
Til að hljóta sjálfbærnimerki Landsbankans þarf fyrirtækið, eða verkefnið sem verið er að fjármagna, að uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans.
Hopp Reykjavík
Hopp Reykjavík, hefur fengið sjálfbærnimerkið þar sem yfir 90% af tekjum félagsins koma frá sjálfbærum verkefnum
AB-Fasteignir
AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerkið vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku.
Svansprent
Svansprent hefur fengið sjálfbærnimerkið þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.
Prentmet Oddi
Prentmet Oddi ehf. hefur fengið sjálfbærnimerkið þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.
Ræstitækni
Ræstitækni ehf. hefur hlotið sjálfbærnimerkið fyrir Svansvottun á vöru og þjónustu.
Landsnet
Landsnet hf. hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna flutnings á raforku með lágu kolefnisspori.
Sigtún þróunarfélag
Sigtún þróunarfélag hefur hlotið sjálfbærnimerkið fyrir Svansvottun á húsnæði í miðbæ Selfoss.
Brynja leigufélag
Brynja leigufélag hefur hlotið sjálfbærnimerkið fyrir útleigu á húsnæði á viðráðanlegu verði.
Byggingafélag Hafnarfjarðar
Byggingafélag Hafnarfjarðar, dótturfélag MótX ehf., hefur hlotið sjálfbærnimerkið vegna byggingar Svansvottaðs húsnæðis.
Hreinsitækni
Hreinsitækni ehf. hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna starfsemi sinnar á sviði mengunarvarna og sjálfbærrar meðhöndlunar vatns og skólps.
Algalíf
Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur fengið sjálfbærnimerkið fyrir framleiðslu á umhverfisvottaðri vöru.
Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna framleiðslu á rafmagni og hita með lágu kolefnisspori.
Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn ehf. hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna uppsetningar og rekstrar ljósleiðara.
Útgerðarfélag Reykjavíkur
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hefur fengið sjálfbærnimerkið vegna MSC vottaðra fiskveiða.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.