Námsstyrkir
Námsstyrkir
Í ár veitum við sextán námsstyrki til viðskiptavina sem eru í námi. Heildarupphæð styrkja er 8.000.000 kr. Skiptingu styrkja má sjá hér að neðan.
Umsóknarferlið
Mikilvægt er að vanda vel framsetningu umsókna og frágang þeirra. Umsækjendur eru hvattir til að senda öll þau gögn sem geta komið að góðum notum við mat á umsóknum s.s. einkunnir, meðmæli, greinaskrif eftir umsækjanda o.s.frv. Einnig er horft til framtíðarsýnar, afreka í íþróttum, þátttöku í félagsmálum og öðru er nemendur kunna að leggja stund á.
Sérstök dómnefnd fer yfir allar umsóknir þegar umsóknarfrestur er liðinn. Dómnefndin er skipuð sérfræðingum úr skóla- og atvinnulífinu ásamt einum fulltrúa bankans.
Umsóknarfrestur rennur út 11. apríl 2023.
Styrkjum fimmtán framúrskarandi námsmenn
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
„Hlustaðu á hjartað og stundaðu nám þar sem áhuginn liggur“
Sumarið 2020 birtum við viðtal við þrjá námsmenn sem höfðu hlotið námsstyrki Landsbankans. Við heyrðum svo aftur í þeim hljóðið í mars 2021, rúmlega ári eftir að Covid-19-faraldurinn skall á.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.