- Einstaklingar
- Fyrirtæki
- Markaðurinn
- Umræðan
- Bankinn
Vinnum saman að sjálfbærni
Við viljum stuðla að sjálfbærni og erum hreyfiafl í íslensku samfélagi. Við höfum markað okkur skýra og metnaðarfulla samfélagsstefnu.
Heimsmarkmiðin hluti af stefnunni
Við fylgjum þremur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með markvissum hætti. Markmiðin tengjast öll starfsemi bankans og því getur vinnan að þeim hámarkað jákvæð áhrif bankans á umhverfi og samfélag.

Samfélagsskýrsla Landsbankans
Á hverju ári gefum við út samfélagsskýrslu með ítarlegri umfjöllun um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag. Við gerð skýrslunnar fylgjum við viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI, Core).

Leiðandi í Evrópu og á Íslandi
Í nýju UFS-áhættumati (e. ESG rating) frá Sustainalytics er Landsbankinn í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt og starfa í Evrópu. Í matinu er skoðað hvernig bankinn vinnur að umhverfismálum, félagsþáttum og stjórnarháttum (UFS) í starfsemi sinni. Landsbankinn fékk sömuleiðis framúrskarandi einkunn í UFS-áhættumati Reitunar.

Jafnrétti í brennidepli
Við leggjum áherslu á launajafnrétti og jöfn starfstækifæri. Við viljum tryggja að karlar og konur hljóti jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og að hlutur hvors kyns í framkvæmdastjórn bankans verði aldrei minni en 40%. Bankinn er með jafnlaunavottun og er aðili að Jafnréttisvísi þar sem staða jafnréttismála innan bankans var metin með ítarlegri greiningu.
Ábyrgar fjárfestingar
Við höfum unnið markvisst að innleiðingu á stefnu um ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár. Samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta við mat á fjárfestingarkostum hefur jákvæð áhrif á ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og dregur úr rekstraráhættu. Landsbankinn er stofnaðili að IcelandSIF. Hann er einnig aðili að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), auk UN Global Compact.

Umhverfismál
Ítarlegar upplýsingar um umhverfismál eru birtar á hverju ári í samfélagsskýrslu bankans.

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum
Við ætlum að vera til fyrirmyndar í stjórnarháttum og fylgja leiðbeinandi reglum Kauphallarinnar, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins þar um. Landsbankinn hefur verið fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum frá 2014 en viðurkenningin byggir á úttekt á stjórnarháttum bankans.

Sérþekking á grænum skuldabréfum
Á undanförnum misserum hefur bankinn marvisst byggt upp sérfræðiþekkingu á grænum skuldabréfum.

Fyrirtæki metin út frá samfélagsábyrgð
Alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið LGT Capital Partners hefur þróað aðferð til að meta fyrirtæki út frá samfélagsábyrgð.

Græn fjármögnun sveitarfélaga
Tilgangurinn með fyrirhugaðri útgáfu Lánasjóðs sveitarfélaga á grænum skuldabréfum er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd.

Fjármálageirinn og loftlagsvandinn
Með Parísarsamkomulaginu frá 2015 samþykktu ríki heims að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að tryggja að hlýnun héldist innan við 2°C og helst innan við 1,5°C.

Þátttaka í gerð alþjóðlegs loftlagsmælis
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum, segir að eitt viðamesta verkefni sem bankar og fjármálafyrirtæki standi frammi fyrir í samhengi samfélagsábyrgðar sé að meta og greina frá loftslagsáhrifum í gegnum lána- og eignasöfn sín.

Mikilvæg innsýn í stöðu jafnréttismála
Landsbankinn varð nýlega aðili að Jafnréttisvísi Capacent sem felst í því að greina stöðu jafnréttismála innan fyrirtækja og vinna að úrbótum. Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, fjallar um Jafnréttisvísinn og hvernig fyrirtæki geta náð raunverulegum árangri í jafnréttismálum með beitingu hans.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Landsbankinn hf.
Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Kt. 471008-0280
Swift/BIC: NBIIISRE
Sími: 410 4000
landsbankinn@landsbankinn.is
Lagalegur fyrirvari
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.
Tryggja virkni vefsins
Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins
Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar