Fréttir

08. september 2020 20:50

Hlutafjárútboð Icelandair Group samþykkt á hluthafafundi

Hluthafar Icelandair Group samþykktu tillögur félagsins um hlutafjárhækkun og að félagið hafi heimild til að gefa út áskriftarréttindi þeim sem kaupa hluti í útboðinu á hluthafafundi sem haldinn var 9. september 2020.

Útboðið hefst kl. 9.00 miðvikudaginn 16. september 2020 og lýkur kl. 16.00 fimmtudaginn 17. september 2020.

Stærð útboðsins er 20.000.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group hf. en heimilt verður að stækka útboðið í 23.000.000.000 hluti. Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun. Verð á hlut er eins í tilboðsbókum A og B, 1,0 krónur fyrir hvern hlut. Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 18. september 2020.

Landsbankinn og Íslandsbanki eru umsjónaraðilar útboðsins.

Nánari upplýsingar um útboðið

20. október 2020 08:00

Hagspá Landsbankans 2020-2023: Veruleg viðspyrna næsta haust

Í hagspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn.


Nánar

19. október 2020 13:36

HEIMA fékk Gulleggið í ár

Viðskiptahugmyndin Heima sigraði í Gullegginu 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga.


Nánar

19. október 2020 07:59

Vikubyrjun 19. október 2020

Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum hér á landi jókst um 7% milli ára í september, sé miðað við fast verðlag. Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra.


Nánar

Skráðu þig á póstlista