Fréttir og útgáfuefni

- Fréttir og tilkynningar

Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán og viðbótarlán

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stuðningslán og viðbótarlán fyrir fyrirtæki. Nánari upplýsingar um úrræði fyrir fyrirtæki sem verða fyrir áhrifum af heimsfaraldri Covid-19 eru á vef bankans.

Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau kunna að verða fyrir vegna Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika að hafa sem fyrst samband við bankann til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.

Finnum lausnir fyrir þitt fyrirtæki

Stuðningslán

Stuðningslán nýtast minni og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti í tekjum vegna faraldursins. Fjárhæð stuðningslána getur numið allt að 10% af tekjum fyrirtækja á rekstrarárinu 2019. Ríkið ábyrgist stuðningslán að 10 milljónum króna og 85% af fjárhæð sem er umfram 10 milljónir króna, þó að hámarki 40 milljónir króna.

Stuðningslán

Viðbótarlán

Viðbótarlán eru ætluð fyrir fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna faraldursins. Þau henta fyrst og fremst meðalstórum og stórum fyrirtækjum og geta numið allt að 1.200 milljónum króna. Ríkið mun ábyrgjast allt að 70% af láninu.

Viðbótarlán

Lokunarstyrkir

Fyrirtæki, sem var gert skylt að loka vegna samkomubanns, geta sótt um lokunarstyrk til ríkisins.

Lokunarstyrkir

Tímabundinn greiðslufrestur

Fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum af lánum í allt að sex mánuði hjá sínum aðalviðskiptabanka. Frestun greiðslna geta þó ekki varað lengur en til ársloka 2020.

Tímabundinn greiðslufrestur


Fjárfestatengsl - 30. júlí 2020 15:59

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 21. júlí 2020 12:54

Landsbankinn besti banki á Íslandi að mati Euromoney

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi og er þetta annað árið í röð sem bankinn hlýtur þessa viðurkenningu. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar