Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Opið söluferli á Miðlandi ehf. – Byggingaréttur á allt að 485 íbúðum í Reykjanesbæ

Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., býður til sölu allt útgefið hlutafé í Miðlandi ehf., kt. 430579-0109.

Miðland er fjárfestinga- og fasteignafélag sem stofnað var árið 1979 og hefur fjárfest í landi á Neðra-Nikel svæðinu í Reykjanesbæ. Eign félagsins er tvíþætt, annars vegar eignarland sem samtals er um 34 hektarar og er skipulagt undir byggingu á allt að 485 íbúðum ásamt atvinnuhúsnæði (1,4 hektarar) og hins vegar samningur við Reykjanesbæ um að Miðland annist gatnagerð á svæðinu og hljóti tekjur af.

Deiliskipulag fyrir hluta byggingarlandsins er þegar samþykkt og gerir ráð fyrir byggingu á samtals 300 íbúðum. Gatna-og holræsagerð hefur verið unnin að hluta til á svæðinu og hægt er að hefja framkvæmdir á hluta lóðanna nú þegar. Samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir byggingu allt að 185 íbúða til viðbótar.

Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans. Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem er umsjónaraðili söluferlisins með því að senda tölvupóst á netfangið midland@landsbankinn.is. Fjárfestar geta óskað eftir því að fá afhenta trúnaðaryfirlýsingu, upplýsingar um hugsanlega hagsmunaárekstra og eyðublað vegna hæfismats. Söluferlið er öllum opið sem uppfylla hæfismat og geta sýnt fram á fjárfestingargetu að fjárhæð 300 milljónir króna.

Þeir fjárfestar sem skila inn trúnaðaryfirlýsingu og eyðublaði vegna hæfismats og uppfylla hæfismat fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent kynningargögn um Miðland þann 10. október og gera tilboð á grundvelli þeirra gagna. Einungis verður hægt að gera tilboð í allt hlutafé í Miðlandi og tilboð sem hljóða upp á minni eignarhluta verða metin ógild.

Auglýsing um opið söluferli á Miðlandi ehf.

Fjárfestum er bent á að frestur til að skila tilboðum í 100% af hlutafé í Miðlandi ehf. rennur út kl. 12:00 miðvikudaginn 26. október 2016.

Fyrir hönd Hamla ehf. sem seljanda, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf.

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 24. apríl 2020 17:55

S&P lækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag um lækkun á lánshæfismati Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri tíma. Lækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með stöðugum horfum.


Nánar

Fjárfestatengsl - 22. apríl 2020 15:03

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2020

Aðalfundur Landsbankans var haldinn 22. apríl 2020 í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti 11 í Reykjavík. Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um sterka stöðu bankans og góðan árangur á árinu 2019.


Nánar