Fréttir

30. janúar 2015 15:34

Hertar innsendingarreglur í sambankaskema

Innsendingarreglur í sambankaskemanu (IOBWS) eru nú hertar, þannig að ekki má lengur senda inn breytur með tómum gildum. Eigi að veita greiðsluhvetjandi afslátt þarf að tilgreina fjárhæðina eða prósentuna eftir atvikum. Eigi að hagnýta vanskilagjald miðað við gjalddaga eða eindaga þarf dagafjöldinn að koma fram.

Dæmi um breytur sem ekki eru lengur heimilar:

  • <Discount ReferenceDate="DueDate" />
  • <DefaultCharge ReferenceDate="FinalDueDate" />

Óverulegur hluti sambankanotenda hefur haft þennan háttinn á undanfarin ár. Engu að síður er vandinn nokkur, einkum þegar þriðji aðili, í nafni kröfuhafa, eða innheimtufyrirtæki sýsla með kröfurnar á síðari stigum.

Herðingin hefur ekki áhrif á það hvort breytan er valkvæð yfirhöfuð í skemanu, þær reglur eru óbreyttar, sjá handbók. Sé breytan valkvæð, má sleppa viðkomandi línu í skeytinu.

Nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar í þjónustusímanum 410 9090 og í netfanginu netbanki@landsbankinn.is.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar