Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves


Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nálgast óðfluga og hefur aldrei verið umfangsmeiri en í ár. Landsbankinn verður einn af bakhjörlum Iceland Airwaves næstu tvö árin og til að hita upp fyrir hátíðina hefur bankinn fengið til liðs við sig hljómsveitirnar Vök, Young Karin og tónlistarmanninn Júníus Meyvant sem öll hafa unnið nýtt efni sem sjá má á vefnum Landsbankinn.is/icelandairwaves.

Á vefnum er að finna ný lög, eldri lög í nýjum búningi og viðtöl við þetta unga og stórefnilega tónlistarfólk. Á honum er hægt að fá forsmekk að stærstu tónlistarhátíð ársins og sjá dæmi um þá miklu grósku sem er að finna í íslensku tónlistarlífi.

Off-venue tónleikar í Austurstræti 8. nóvember

Hljómsveitirnar munu að auki koma fram á „off-venue“ tónleikum í útibúi bankans við Austurstræti, laugardaginn 8. nóvember.

Landsbankinn og Iceland Airwaves gerðu nýlega með sér tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér að bankinn verður einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar. Landsbankinn vill með þessu styðja við bakið á ungu tónlistarfólki og það er í senn liður í samfélagslegri ábyrgð bankans og virkum stuðningi við listir og menningu í landinu.

Vefur Landsbankans um Iceland Airwaves.

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar