Verðbréf í appi

Ein­fald­ari verð­bréfa­við­skipti

Í app­inu get­ur þú átt við­skipti með inn­lend hluta­bréf og keypt eða selt í sjóð­um hvar og hvenær sem er. Þú get­ur líka stofn­að áskrift að sjóð­um og færð skýrt yf­ir­lit yfir verð­bréfa­eign þína og við­skipta­sögu.

Sjóðir
Framkvæmdu stök kaup eða skráðu þig í mánaðarlega áskrift.
Hlutabréf
Kauptu eða seldu hlutabréf á aðalmarkaði Kauphallarinnar eða á First North.
Eignasafn
Fylgstu með samsetningu og árangri eignasafnsins þíns.

Sjóðir eru áhrifarík leið til ávöxtunar

Með því að spara í sjóðum dreifir þú áhættunni og eykur möguleikana á að ná góðri ávöxtun. Ef þú stofnar mánaðarlega áskrift að sjóðum greiðir þú ekkert gjald við kaup og greiðir lægra afgreiðslugjald. Þú getur selt í sjóðum hvenær sem er.

Hlutabréf eru hluti af vel dreifðu eignasafni

Það er fljótlegt og einfalt að kaupa og selja hlutabréf á aðalmarkaði Kauphallarinnar eða á First North markaðinum. Þú getur sent tilboð á því gengi sem þú óskar eftir eða á markaðsgengi.

Heildarsýn á stöðuna

Þú færð skýrt yfirlit yfir eignasafnið þitt, árangur þess og samsetningu. Þú getur líka skoðað virði safnsins í öðrum gjaldmiðlum en íslenskri krónu.

Þú getur skoðað viðskiptasögu þína, leitað að færslum eftir tegund viðskipta, verðbréfi eða tímabili og sótt kvittanir fyrir viðskiptum.

Skráning á örfáum mínútum

Það eina sem þú þarft að gera til að eiga í verðbréfaviðskiptum hjá okkur er að undirrita þjónustusamning með rafrænum skilríkjum og svara örfáum spurningum. Svo getur þú strax byrjað að kaupa og selja.

Áhætta í verðbréfaviðskiptum

Viðskipti með hlutabréf og sjóði eru áhættusöm og ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Því hvetjum við þig til að leita ráðgjafar og kynna þér upplýsingar um áhættuþætti, kostnað, þóknanir og annað slíkt áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu.

Spurt og svarað

Verðbréfasíða í netbanka
Gott að vita áður en þú kaupir hlutabréf

Áður en fjárfest er í hlutabréfum er mikilvægt að vera með lykilhugtök á hreinu, skilja ferlið og vera meðvituð um áhættuna sem fylgir.

Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?

Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.

Fara markaðir bara upp?

Landsbankinn hélt fræðslufund um mikilvægi eignadreifingar þann 15. september 2021 í Silfurbergi Hörpu.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur