Landsbankinn býður upp á þjónustuheimsóknir til bæjarfélaga víða á landsbyggðinni þar sem ekki er að finna útibú frá bankanum. Í þjónustuheimsóknum er algengustu erindum viðskiptavina sinnt, t.d. innborganir á reikninga, úttekt reiðufjár, greiðsla reikninga og millifærslur og umsóknir um þjónustuþætti afgreiddar þegar þess gefst kostur.
Heimsóknirnar eru einnig nýttar til þess að leiðbeina og kenna viðskiptavinum að nýta sér sjálfsafgreiðsluleiðir bankans og spara þeim þannig tíma og fyrirhöfn til framtíðar.
Þjónustuheimsóknir Landsbankans eru veittar á eftirtöldum stöðum:
Vestfirðir
Reykhólahreppur
Skrifstofa Reykhólahrepps Maríutröð 5a, alla mánudaga kl. 12.00 - 15.00.
Súðavík
Húsnæði Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, annan hvern miðvikudag kl. 15.00 - 16.00.
Tálknafjörður
Strandgata 38 (sveitastjórnarskrifstofa), alla mánudaga kl. 13-14.
Þingeyri
Húsnæði Landsbankans (Blábankinn) alla þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13 -14.
Lokað verður frá 24. júlí til 16. ágúst.