Nýttu þér bankaþjónustu í símanum og á netinu
Í flestum tilvikum er engin þörf á að fara í útibú til að fá bankaþjónustu því hægt er að framkvæma helstu aðgerðir og fá ýmis konar þjónustu með síma og tölvu að vopni. Hér getur þú kynnt þér hvernig stunda má heimsóknar- og snertilaus bankaviðskipti.

13. mars 2020 - Landsbankinn
Landsbankinn býður upp á fjölbreytta rafræna þjónustu og í þessari grein er aðeins fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar.
Þarftu aðstoð eða fjármálaráðgjöf?
- Í Þjónustuveri Landsbankans er hægt að fá margvíslega aðstoð. Þar er opið á milli kl. 9-16.
- Sími: 410 4000
- Tölvupóstur: landsbankinn@landsbankinn.is.
- Netspjallið er opið milli kl. 9-17.
Greiða reikninga
- Það er einfalt að greiða alla reikninga bæði í appinu og í netbankanum.
- Svo getur verið þægilegt að skrá reikningana sem berast mánaðarlega í beingreiðslu í netbankanum og þá greiðast þeir sjálfvirkt á eindaga.
- Þótt appið og netbankinn sé fljótlegasta og þægilegasta leiðin þá er líka einfalt að borga reikninga í næsta hraðbanka.
Breyta yfirdrætti
- Í appinu og í netbankanum getur þú breytt yfirdrættinum eða sett hann í lækkunarferli.
Hækka heimild á kreditkorti
- Í appinu og í netbankanum getur þú breytt heimild á kreditkorti.
Dreifa kreditkortareikningi
- Í netbankanum er hægt að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt.
Erlendar millifærslur
- Hægt er að framkvæma erlendar greiðslur í appinu og í netbankanum.
Aukalán vegna óvæntra útgjalda
- Hægt er að sækja um Aukalán í appinu og dreifa endurgreiðslu til allt að 5 ára. Þú færð peninginn strax inn á reikninginn þinn eða kreditkortið.
Greiðsluerfiðleikar
- Ef þú telur að þú gætir lent í erfiðleikum með að greiða reikninga er alltaf betra að hafa samband sem fyrst.
- Landsbankinn býður upp á ýmis úrræði.
- Hægt er að fá ráðgjöf um hvaðeina sem lýtur að fjármálum með því að hringja í Þjónustuverið, spjalla í netspjallinu eða með því að senda póst.
Snertilausar greiðslur
- Það er þægilegra og öruggara að nota síma eða snjallúr, fremur en snertilaus greiðslukort. Hægt er að greiða með Apple Pay, kortaappi Landsbankans (fyrir Android-stýrikerfi), Garmin Pay eða Fitbit Pay.
- Með snertilausri virkni á greiðslukortum er ekki hægt að greiða hærri fjárhæð en 7.500 kr. í hvert skipti en engar slíkar fjárhæðartakmarkanir eru á greiðslum með farsímum og úrum.
Kortanúmerið í appinu
- Í Landsbankaappinu er hægt að finna kortanúmer, gildistíma og CVC-númer greiðslukorta. Auðvelt er að afrita og líma þær upplýsingar á öruggan og fljótlegan hátt inn í greiðsluform vefverslana.
Sækja um greiðslukort
- Það tekur bara augnablik að sækja um greiðslukort í Landsbankaappinu.
- Síðan er hægt að flytja greiðslukortaupplýsingarnar beint úr appinu yfir í forritið sem á að nota (Apple Pay, kortaappið, Garmin eða Fitbit) og byrja að greiða með því snertilaust.
Fékkstu gjafakort í jólagjöf?
- Þú getur skráð gjafakort Landsbankans í Apple Pay, kortaappið, Garmin Pay eða Fitbit Pay og greitt snertilaust með því hvar og hvenær sem er.
Sparnaður og verðbréf
- Í netbankanum er hægt að stofna sparireikninga, stilla á reglulegan sparnað og eiga viðskipti með hlutabréf og í sjóðum.
Íbúðalán og greiðslumat
- Þú ferð í gegnum greiðslumat á vef Landsbankans og sækir um lán í sjálfvirku ferli. Þegar því er lokið hefur ráðgjafi bankans samband við þig símleiðis.
Bílalán á netinu
- Hægt að sækja um bílalán með því að undirrita þau með rafrænum hætti hjá bílasala/bílaumboði eða með því að hafa samband við Þjónustuverið.
- Ef lánið er hærra en 2,2 milljónir fyrir einstaklinga og 4,4 milljónir fyrir hjón og sambúðarfólk er rafrænt greiðslumat sótt á landsbankinn.is á örfáum mínútum.
Ertu ekki í viðskiptum við Landsbankann?
- Þú getur stofnað til viðskipta með rafrænum skilríkjum bæði hér á Landsbankavefnum og með því að sækja Landsbankaappið.
Þú gætir einnig haft áhuga á

11. sept. 2020
Hvernig má fá góða ávöxtun í lágvaxtaumhverfi?
Nú þegar vextir á Íslandi eru í sögulegu lágmarki þurfa sparifjáreigendur og fjárfestar að takast á við nýjar og framandi aðstæður. Til að fá ávöxtun umfram verðbólgu er viðbúið að taka þurfi meiri áhættu.

9. júní 2020
Hvað kostar að taka skammtímalán?
Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.

24. apríl 2020
Hvenær gildir vísitala neysluverðs til verðtryggingar?
Vísitala neysluverðs reiknast ekki strax til verðtryggingar. Í þessum pistli er fjallað um hvernig og hvenær vísitalan er tekin með í reikninginn.

7. apríl 2020
Hvað þarf að hafa í huga við úttekt séreignarsparnaðar?
Stjórnvöld hafa veitt tímabundna heimild fyrir úttekt á séreignarsparnaði (einnig nefndur viðbótarlífeyrissparnaður) sem getur hentað vel fyrir hvern þann sem missir tekjur vegna Covid-19.

27. mars 2020
Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?
Hér er að finna svör við nokkrum algengum spurningum þeirra sem eru að nota netbankann eða appið í fyrsta sinn.

18. júní 2019
Góð ráð um kortanotkun í útlöndum
Greiðslukortasérfræðingur hjá Landsbankanum mælir með því að fólk greiði með snertilausum hætti, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni greiðslukorta. Þannig minnki hætta á að óviðkomandi sjái PIN-númerið.

13. maí 2019
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Sumarið er komið, átakið Hjólað í vinnuna er rúllað af stað og því er upplagt að fara aðeins yfir hjólreiðahagfræðina.

26. mars 2019
Hvernig er staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af gengishagnaði reiknuð?
Margir kjósa að geyma hluta af sparnaði sínum á sparireikningum í erlendri mynt. Þegar gengi krónunnar veikist myndast gengishagnaður á þessum reikningum og ber bankanum að draga 22% fjármagnstekjuskatt af slíkum gengishagnaði. Skatturinn er innheimtur við úttekt af viðkomandi reikningi og skýrar reglur (en dálítið flóknar) gilda um útreikningana.

7. nóv. 2018
Hvað kostar að taka vaxtalaus lán?
Stundum er auglýst að neytendur geti fengið vaxtalaus lán við kaup á dýrari hlutum og tækjum. Ýmiss kostnaður fellur oftast til við lántökuna. Þegar upp er staðið er því lítill eða enginn munur á hvort lánið beri vexti eða ekki.

11. apríl 2018
Valkröfur í netbankanum – hvaðan koma þær og til hvers eru þær?
Valkröfur eru reikningar sem ekki þarf að greiða. Þær eru gjarnan stofnaðar af félagasamtökum eða stofnunum og oft í þeim tilgangi að afla styrkja til góðra málefna. Í appinu og netbankanum er hægt að fela valkröfur eða eyða þeim (og auðvitað greiða þær, ef vilji er til þess). Um þetta og aðra eiginleika valkrafna fjallar þessi grein.