Vax­andi um­svif Lands­bank­ans í ferða­þjón­ustu

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár. Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum.
15. mars 2013

Hagfræðideild Landsbankans birtir nú í annað sinn ítarlega úttekt á stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Í ritinu er m.a. fjallað um þróun á fjölda og eyðslu erlendra ferðamanna undanfarin ár, kynntar niðurstöður greiningar á rekstri og eiginfjárstöðu fyrirtækja í greininni ásamt því að fjalla um hlutverk hins opinbera í ferðaþjónustu á Íslandi.

Davíð Björnsson

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár.

Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum. 

Fjölgun ferðamanna hefur kallað á aukna fjárfestingu í hótelum, rútum, bílaleigubílum, skipum og bátum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Landsbankinn hefur fylgst náið með þessari þróun og tók á sínum tíma ákvörðun um að styðja við hana með margvíslegum hætti. Eðlilega fer mest fyrir lánveitingum bankans til ferðaþjónustufyrirtækja en aðrar aðferðir hafa líka verið notaðar til að styðja við greinina.

Landsbankinn tekur virkan þátt í auknum umsvifum ferðaþjónustunnar í samræmi við þá stefnu bankans að vera hreyfiafl í samfélaginu. Viðskipti við ferðaþjónustufyrirtæki hafa markvisst verið aukin og óhætt er að slá því föstu að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að fjármögnun nýfjárfestinga í þessari mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein. Það er sérstakt gleðiefni að þessar fjárfestingar einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið heldur á uppbygging sér stað víða um land.

Af þeim verkefnum sem bankinn hefur fjármagnað utan Reykjavíkur má nefna nýtt hótel Fosshótela á Patreksfirði, sem áætlað er að opni nú í vor, nýtt hótel Icelandair á Akureyri, en byggingu þess lauk síðasta sumar og þá er ótalin stækkun á Hótel Rangá og Hótel Hrauneyjum síðasta sumar og framkvæmdir við nýtt gufubað á Laugarvatni, Laugarvatn Fontana.

Í Reykjavík hefur bankinn einnig annast fjármögnun nýrra hótela undanfarin misseri. Þar má meðal annars nefna Hotel Reykjavík Marina, sem hóf starfsemi á liðnu vori, Hótel Klett, sem sömuleiðis er nýtt á þessum markaði og sem stendur fjármagnar bankinn framkvæmdir við stórt hostel við Laugaveg, sem áætlað er að opna nú í vor. Til að setja málin í samhengi má nefna að aukist fjöldi ferðamanna jafn hratt og gerst hefur á undanförnum árum, verður á hverju ári þörf fyrir rúmlega 200 ný hótelherbergi í Reykjavík næstu árin.

Eins og alltaf er fjöldi hugmynda um uppbyggingu í ferðaþjónustu til skoðunar. Búast má við að hafist verði handa við a.m.k. tvö verkefni í Reykjavík á þessu ári sem bankinn fjármagnar, auk tveggja nýrra verkefna á landsbyggðinni. Auk þessa er einnig mikill vöxtur í annarri fjármögnun sem tengist beint auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Þar má m.a. nefna fjármögnun nýrra langferðabíla og fjármögnun bílaleiguflotans, en stór hluti nýrra bíla sem seldur er hér á landi er seldur til bílaleiga.

Það hefur því verið í nógu að snúast hjá sérfræðingum bankans í ferðaþjónustu og ekki útlit fyrir annað en að svo verði áfram, enda mörg verkefni þar í gerjun eins og fyrr var nefnt. Ánægjulegt verður að taka þátt í þeim með því öfluga fólki sem nú fer fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar.

Davíð Björnsson er forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Akureyri
20. jan. 2021

Verulega breyttar neysluvenjur

Covid-19-faraldurinn setti mark sitt á neyslu fólks í fyrra. Innlend verslun var nokkuð mikil, enda fáir sem lögðu leið sína til útlanda. Mest jókst kortavelta Íslendinga í áfengisverslunum og mestur samdráttur varð í kaupum á skipulögðum ferðum ferðaskrifstofa. Í mörgum tilfellum var um tilfærslu á neyslu að ræða.
Fimmþúsundkrónu seðlar
20. jan. 2021

Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári

Gengi krónunnar gaf verulega eftir á síðasta ári og veiktist raungengi hennar miðað við verðlag um 8% milli 2019 og 2020. Þessa veikingu má rekja til efnahagslegra áhrifa af Covid-19-faraldrinum sem hefur kippt ferðaþjónustu í heiminum nánast úr sambandi, en ferðaþjónustan hefur verið mikilvægasta útflutningsstoð Íslands síðustu ár.
Smiður að störfum
19. jan. 2021

Atvinnuleysi jókst minna í desember en reikna mátti með

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í desember 10,7% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði aukist úr 10,6% frá því í nóvember. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var áfram 1,4% og var óbreytt milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í desember var því 12,1% samanborið við 12,0% í nóvember og jókst þannig um 0,1 prósentustig.
Posi og greiðslukort
18. jan. 2021

Vikubyrjun 18. janúar 2021

Heildarvelta innlendra greiðslukorta dróst saman milli áranna 2019 og 2020. Ef við skoðum samsetningu má sjá ýmislegt fróðlegt um breytta neysluhegðun í Covid-19-faraldrinum.
Foss
15. jan. 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldbréf

Á síðasta ári seldu stóru viðskiptabankarnir þrír sértryggð skuldabréf að nafnvirði 74,9 mö.kr. í útboðum. Heildarupphæð útgefinna sértryggðra bréfa um seinustu áramót var 560 ma.kr. að nafnvirði með áföllnum verðbótum.
Töskubúð
14. jan. 2021

Jólaneyslan fann sér farveg

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og breyttar jólahefðir jókst neysla Íslendinga innanlands um 5% milli ára í desember. Í heildina dróst kortavelta þó saman um 4% að raunvirði þar sem neysla erlendis frá var minni í ár en í fyrra.
Seðlabanki Íslands
14. jan. 2021

Spáum 3,9% verðbólgu í janúar

Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 26. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,42% lækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 3,6% í 3,9%.
Alþingishúsið
14. jan. 2021

Beinar mótvægisaðgerðir ríkissjóðs skýra rúman þriðjung hallareksturs síðasta árs

Beinar mótvægisaðgerðir opinberra fjármála virðast hafa verið minni hér en á öðrum Norðurlöndum á árinu 2020. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er talið að umfang aðgerða á Íslandi hafi verið 4,2% af VLF. Það er í lægri enda meðal Evrópuþjóða og lægsta hlutfallið innan Norðurlandanna, fyrir utan Finnland.
Ferðamenn
13. jan. 2021

Erlendum ferðamönnum fækkaði um 76% á síðasta ári

Alls komu rúmlega 478 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári.  Þeir voru rétt tæplega 2 milljónir árið 2019 og fækkaði þeim því um 76% milli ára. Leita þarf aftur til ársins 2010, síðasta ársins fyrir uppsveifluna í ferðaþjónustu, til að finna færri ferðamenn. Þessa þróun má rekja til Covid-19-faraldursins sem hefur tekið ferðaþjónustu heimsins tímabundið úr sambandi.
Fjölbýlishús
12. jan. 2021

Leigumarkaður tekur breytingum á tímum veirufaraldurs

Á síðustu mánuðum hafa þó nokkrar breytingar átt sér stað á leigumarkaði. Leiguverð hefur víða lækkað, leigjendum hlutfallslega fækkað og framboð leiguhúsnæðis aukist að mati leigjenda.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Tryggja virkni vefsins

Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins

Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar

Nánar um vefkökur