Vax­andi um­svif Lands­bank­ans í ferða­þjón­ustu

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár. Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum.
15. mars 2013

Hagfræðideild Landsbankans birtir nú í annað sinn ítarlega úttekt á stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Í ritinu er m.a. fjallað um þróun á fjölda og eyðslu erlendra ferðamanna undanfarin ár, kynntar niðurstöður greiningar á rekstri og eiginfjárstöðu fyrirtækja í greininni ásamt því að fjalla um hlutverk hins opinbera í ferðaþjónustu á Íslandi.

Davíð Björnsson

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár.

Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum. 

Fjölgun ferðamanna hefur kallað á aukna fjárfestingu í hótelum, rútum, bílaleigubílum, skipum og bátum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Landsbankinn hefur fylgst náið með þessari þróun og tók á sínum tíma ákvörðun um að styðja við hana með margvíslegum hætti. Eðlilega fer mest fyrir lánveitingum bankans til ferðaþjónustufyrirtækja en aðrar aðferðir hafa líka verið notaðar til að styðja við greinina.

Landsbankinn tekur virkan þátt í auknum umsvifum ferðaþjónustunnar í samræmi við þá stefnu bankans að vera hreyfiafl í samfélaginu. Viðskipti við ferðaþjónustufyrirtæki hafa markvisst verið aukin og óhætt er að slá því föstu að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að fjármögnun nýfjárfestinga í þessari mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein. Það er sérstakt gleðiefni að þessar fjárfestingar einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið heldur á uppbygging sér stað víða um land.

Af þeim verkefnum sem bankinn hefur fjármagnað utan Reykjavíkur má nefna nýtt hótel Fosshótela á Patreksfirði, sem áætlað er að opni nú í vor, nýtt hótel Icelandair á Akureyri, en byggingu þess lauk síðasta sumar og þá er ótalin stækkun á Hótel Rangá og Hótel Hrauneyjum síðasta sumar og framkvæmdir við nýtt gufubað á Laugarvatni, Laugarvatn Fontana.

Í Reykjavík hefur bankinn einnig annast fjármögnun nýrra hótela undanfarin misseri. Þar má meðal annars nefna Hotel Reykjavík Marina, sem hóf starfsemi á liðnu vori, Hótel Klett, sem sömuleiðis er nýtt á þessum markaði og sem stendur fjármagnar bankinn framkvæmdir við stórt hostel við Laugaveg, sem áætlað er að opna nú í vor. Til að setja málin í samhengi má nefna að aukist fjöldi ferðamanna jafn hratt og gerst hefur á undanförnum árum, verður á hverju ári þörf fyrir rúmlega 200 ný hótelherbergi í Reykjavík næstu árin.

Eins og alltaf er fjöldi hugmynda um uppbyggingu í ferðaþjónustu til skoðunar. Búast má við að hafist verði handa við a.m.k. tvö verkefni í Reykjavík á þessu ári sem bankinn fjármagnar, auk tveggja nýrra verkefna á landsbyggðinni. Auk þessa er einnig mikill vöxtur í annarri fjármögnun sem tengist beint auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Þar má m.a. nefna fjármögnun nýrra langferðabíla og fjármögnun bílaleiguflotans, en stór hluti nýrra bíla sem seldur er hér á landi er seldur til bílaleiga.

Það hefur því verið í nógu að snúast hjá sérfræðingum bankans í ferðaþjónustu og ekki útlit fyrir annað en að svo verði áfram, enda mörg verkefni þar í gerjun eins og fyrr var nefnt. Ánægjulegt verður að taka þátt í þeim með því öfluga fólki sem nú fer fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar.

Davíð Björnsson er forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Háþrýstiþvottur
26. nóv. 2021

Vinnumarkaður óðum að ná fyrri styrk

Í upphafi ársins 2006 voru innflytjendur rúmlega 7% af starfandi fólki. Í september 2021 voru þeir um 23% sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Myndin er dálítið öðruvísi þegar litið er til hlutfalls innflytjenda af atvinnulausu fólki. Í september í árhöfðu innflytjendur að meðaltali verið rúmlega 40% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir síðustu 12 mánuði og hafði hlutfallið tvöfaldast frá seinni hluta ársins 2016. Í upphafi árs 2006 voru innflytjendur innan við 5% af skráðum atvinnulausum. Innflytjendur bera því meiri byrðar af atvinnuleysi en gildir um Íslendinga.
Sendibifreið og gámar
25. nóv. 2021

Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum breytist í afgang

Útflutningur vöru og þjónustu nam 356,2 mö.kr. á þriðja ársfjórðungi og jókst um 108 ma.kr., eða 43,5%, miðað við sama tímabil í fyrra. Innflutningur vöru og þjónustu nam 343,3 mö.kr. og jókst einnig verulega eða um 82,9 ma.kr., eða 31,9%. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 12,9 mö.kr. en 12,2 ma.kr. halli mældist á sama tímabili í fyrra. Jákvæður viðsnúningur nam því 25 mö.kr. milli ára.
Gata í Reykjavík
25. nóv. 2021

Verðbólgan jókst í nóvember en minna en búist var við

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,35% milli mánaða í nóvember og mælist verðbólga nú 4,8% í samanburði við 4,5% í október. Þetta var minni hækkun en búist var við, en við höfðum spáð +0,5% milli mánaða.
Smiður
24. nóv. 2021

Áfram mikil hækkun launavísitölu í október

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,6%, sem er svipaður árstaktur og verið hefur síðustu mánuði. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel ofan við 7% allt frá því í október 2020 sem er töluvert hærra en hefur verið frá miðju ári 2017.
Fjölbýlishús
22. nóv. 2021

Fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri

Fyrstu kaupendum hefur fjölgað mjög á síðustu misserum. Þeir eru yngri og kaupa minni íbúðir en áður. Meðalkaupverð íbúðar fyrstu kaupenda á höfuðborgarsvæðinu er um 50 milljónir.
Bananar í verslun
22. nóv. 2021

Vikubyrjun 22. nóvember 2021

Óhætt er að segja að verðbólguhorfur hafi versnað verulega eftir því sem liðið hefur á árið í ár, en Seðlabankinn hefur hækkað verðbólguspá sína verulega innan árs.
Vetni
18. nóv. 2021

Meiri notkun vetnis gæti skipt íslenska hagkerfið miklu máli

Stóraukin framleiðsla og notkun á vetni getur verið nauðsynleg til þess að ná markmiðum í loftsalagsmálum. Vetnisvæðing fiskiskipa- og flutningaskipaflotans kemur vel til greina og sama má segja um flutninga- og leigubíla og jafnvel flugvélar. Notkun vetnis á þessum sviðum myndi gera íslenska hagkerfið næstum óháð jarðefnaeldsneyti. Að því leyti gæti vetnisvæðing komið í kjölfarið á raf- og hitaveituvæðingu þjóðarinnar. Þessu til viðbótar er ljóst að nálægar þjóðir eru sem óðast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þar mun eftirspurn vaxa mikið eftir orkugjöfum eins og vetni. Það er því eftir miklu að slægjast.
Ferðafólk
17. nóv. 2021

Landsmenn neysluglaðir, innanlands sem erlendis

Mikill vöxtur mældist í kortaveltu Íslendinga í október bæði innanlands og erlendis. Ferðalög eru orðin algengari og þeir sem fara út eyða meiru en áður. Innanlands mælist mikill vöxtur í kaupum á þjónustu og er mikið undir fyrir menningarstarfsemi nú þegar jólaskemmtanir eru rétt handan við hornið.
Seðlabanki Íslands
17. nóv. 2021

Mikil hækkun íbúðaverðs, bið eftir áhrifum af aðgerðum Seðlabankans

Íbúðaverð hækkaði um 1,4% milli mánaða í október sem er talsvert mikil hækkun, meiri en sást mánuðinn á undan. Raunverð er farið að hækka talsvert hraðar en kaupmáttur launa og hækkanir því ósjálfbærar til lengri tíma. Það er enn mat Hagfræðideildar að ró muni færast yfir markaðinn á næstu misserum, sér í lagi þegar aðgerðir Seðlabankans eru farnar að virka.
Rafbíll í hleðslu
15. nóv. 2021

Vikubyrjun 15. nóvember 2021

Samkvæmt útreikningum Orkuskiptanefndarinnar þarf að minnka losun CO2 um 17 gígatonn á ári til þess að markmiðið um takmörkun hitastigs jarðarinnar náist.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur