Vax­andi um­svif Lands­bank­ans í ferða­þjón­ustu

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár. Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum.
15. mars 2013

Hagfræðideild Landsbankans birtir nú í annað sinn ítarlega úttekt á stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Í ritinu er m.a. fjallað um þróun á fjölda og eyðslu erlendra ferðamanna undanfarin ár, kynntar niðurstöður greiningar á rekstri og eiginfjárstöðu fyrirtækja í greininni ásamt því að fjalla um hlutverk hins opinbera í ferðaþjónustu á Íslandi.

Davíð Björnsson

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár.

Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum. 

Fjölgun ferðamanna hefur kallað á aukna fjárfestingu í hótelum, rútum, bílaleigubílum, skipum og bátum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Landsbankinn hefur fylgst náið með þessari þróun og tók á sínum tíma ákvörðun um að styðja við hana með margvíslegum hætti. Eðlilega fer mest fyrir lánveitingum bankans til ferðaþjónustufyrirtækja en aðrar aðferðir hafa líka verið notaðar til að styðja við greinina.

Landsbankinn tekur virkan þátt í auknum umsvifum ferðaþjónustunnar í samræmi við þá stefnu bankans að vera hreyfiafl í samfélaginu. Viðskipti við ferðaþjónustufyrirtæki hafa markvisst verið aukin og óhætt er að slá því föstu að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að fjármögnun nýfjárfestinga í þessari mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein. Það er sérstakt gleðiefni að þessar fjárfestingar einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið heldur á uppbygging sér stað víða um land.

Af þeim verkefnum sem bankinn hefur fjármagnað utan Reykjavíkur má nefna nýtt hótel Fosshótela á Patreksfirði, sem áætlað er að opni nú í vor, nýtt hótel Icelandair á Akureyri, en byggingu þess lauk síðasta sumar og þá er ótalin stækkun á Hótel Rangá og Hótel Hrauneyjum síðasta sumar og framkvæmdir við nýtt gufubað á Laugarvatni, Laugarvatn Fontana.

Í Reykjavík hefur bankinn einnig annast fjármögnun nýrra hótela undanfarin misseri. Þar má meðal annars nefna Hotel Reykjavík Marina, sem hóf starfsemi á liðnu vori, Hótel Klett, sem sömuleiðis er nýtt á þessum markaði og sem stendur fjármagnar bankinn framkvæmdir við stórt hostel við Laugaveg, sem áætlað er að opna nú í vor. Til að setja málin í samhengi má nefna að aukist fjöldi ferðamanna jafn hratt og gerst hefur á undanförnum árum, verður á hverju ári þörf fyrir rúmlega 200 ný hótelherbergi í Reykjavík næstu árin.

Eins og alltaf er fjöldi hugmynda um uppbyggingu í ferðaþjónustu til skoðunar. Búast má við að hafist verði handa við a.m.k. tvö verkefni í Reykjavík á þessu ári sem bankinn fjármagnar, auk tveggja nýrra verkefna á landsbyggðinni. Auk þessa er einnig mikill vöxtur í annarri fjármögnun sem tengist beint auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Þar má m.a. nefna fjármögnun nýrra langferðabíla og fjármögnun bílaleiguflotans, en stór hluti nýrra bíla sem seldur er hér á landi er seldur til bílaleiga.

Það hefur því verið í nógu að snúast hjá sérfræðingum bankans í ferðaþjónustu og ekki útlit fyrir annað en að svo verði áfram, enda mörg verkefni þar í gerjun eins og fyrr var nefnt. Ánægjulegt verður að taka þátt í þeim með því öfluga fólki sem nú fer fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar.

Davíð Björnsson er forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur