Morg­un­fund­ur um hagspá Lands­bank­ans 2020-2023

Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 var kynnt í vefútsendingu frá Hörpu þriðjudaginn 20. október 2020.
Frá morgunfundi um hagspá Landsbankans 2020
22. október 2020 - Landsbankinn

Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn. Hagfræðideild spáir 3,4% hagvexti árið 2021 og um 5% árlegum vexti árin 2022 og 2023. Spáin hljóðar upp á að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021 en lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023.

Þjóðhagur 2020: Hagspá Landsbankans

Vextir aldrei verið lægri

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setti fundinn. Hún ræddi um afleiðingar heimsfaraldursins á efnahagslífið í landinu, m.a. þau að vextir hefðu aldrei verið lægri, og benti á að Landsbankinn hefði verið leiðandi í að bjóða lægri vexti, sérílagi á íbúðalánum. Á árinu 2020 hefði bankinn lánað um 230 milljarða króna í íbúðalánum, þar af væru 90 milljarðar króna vegna nýrra útlána. „Bankinn er í mjög sterkri stöðu til að takast á við efnahagslegar afleiðingar ástandsins. Á sama tíma viljum við að sjálfsögðu aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að takast á við stöðuna,“ sagði hún.

Mikil óvissa en gert ráð fyrir verulegri viðspyrnu haustið 2021

Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, lagði áherslu á að óvissan væri gríðarlega mikil, bæði hvað varðar þróun bóluefnis og hverjar efnahagslegar afleiðingar faraldursins verða. Hann benti á að í grunnspá deildarinn væri miðað við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót en sú spá byggir á nýlegu áliti ráðgjafafyrirtækisins McKinsey. Gert væri ráð fyrir að almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum okkar á þriðja ársfjórðungi 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða myndi erlendum ferðamönnum ekki fjölga fyrr en næsta haust. Það færi því ekki að lifna yfir hagkerfinu fyrr en haustið 2021 en þá mætti gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu.

Leiðin að efnahagsbata löng og þyrnum stráð

Joan Hoey, svæðisstjóri Evrópumála hjá The Economist Intellegence Unit (EIU), fjallaði í sínu erindi um hvað tæki við eftir Brexit og heimsfaraldur kórónuveirunnar og hverjar horfurnar væru fyrir efnahagslífið í Evrópu. EIU miðar við svartsýnni spá um þróun bólefnis en gert er í hagspá Landsbankans. Þau reikna með að aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 verði í gildi allt næsta ár og að bóluefni verði ekki tilbúið fyrr en undir lok árs 2021. Samdrátturinn verði mikill og leiðin að efnahagsbata verið löng og þyrnum stráð. Áhrifin séu mikil í Evrópu en þau séu misjöfn; mest í suðurhluta álfunnar en minnst í norðurhlutanum. Hún ræddi einnig m.a. um hvernig og hvort seðlabankar gætu brugðist við og um aukna skuldsetningu hins opinbera.

Þú gætir einnig haft áhuga á
20. okt. 2021

Morgunfundur um hagspá 2021-2024

Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu 20. október. Á fundinum fjallaði einnig Paul Donovan, aðalhagfræðingur hjá UBS-banka, um hvernig Covid-19-faraldurinn flýtir fyrir áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar.
15. sept. 2021

Fara markaðir bara upp?

Landsbankinn hélt fræðslufund um mikilvægi eignadreifingar þann 15. september 2021 í Silfurbergi Hörpu.
Fjárfestum í framtíðinni
7. júní 2021

Fjárfestum í framtíðinni – fjarfundur 4. júní 2021

Landsbankinn hélt vel heppnaðan fjarfund um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar föstudaginn 4. júní 2021 undir yfirskriftinni Fjárfestum í framtíðinni.
Frá morgunfundi um hagspá Landsbankans í Hörpu
31. okt. 2019

Morgunfundur um hagspá Landsbankans 2019-2022

Hagspá Landsbankans fyrir árin 2019-2022 var kynnt á morgunfundi miðvikudaginn 30. október 2019. Yfirskrift fundarins var: Hagkerfið kemur inn til mjúkrar lendingar.
Umræður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans 2019
27. sept. 2019

Ferðaþjónusturáðstefna Landsbankans 2019

Landsbankinn hélt ráðstefnu um stöðu og horfur í ferðaþjónustu á Íslandi fimmtudaginn 26. september 2019 í Silfurbergi Hörpu.
Frá morgunfundi um hagspá Landsbankans
31. okt. 2018

Morgunfundur um hagspá Landsbankans 2018-2021

Landsbankinn hélt morgunfund miðvikudaginn 31. október 2018 í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2018-2021. Yfirskrift fundarins var: Úr hröðum vexti í hægari takt.
Ari Skúlason á morgunfundi um hagspá Landsbankans
22. nóv. 2017

Morgunfundur um hagspá Landsbankans 2017-2020

Landsbankinn hélt morgunfund miðvikudaginn 22. nóvember 2017 í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2017-2020.
26. sept. 2017

Upptökur frá ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans

Landsbankinn hélt ráðstefnu um stöðu og horfur í ferðaþjónustu á Íslandi þriðjudaginn 26. september 2017 í Silfurbergi Hörpu. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er óumdeilt en hvert stefnir greinin og hvað er framundan?
15. mars 2013

Vaxandi umsvif Landsbankans í ferðaþjónustu

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár. Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum.
15. mars 2013

Daníel Svavarsson: „Arðsemin fer batnandi“

Ný greining Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu ferðaþjónustunnar sýnir að afkoma greinarinnar fer jafnt og þétt batnandi. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar, segir þó rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mjög misjafnan. Almennt gangi stórum fyrirtækjum betur og mikill munur sé á afkomu eftir þeirri þjónustu sem fyrirtækin bjóða. Kristján Kristjánsson ræddi við Daníel.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur