Er end­ur­fjármögn­un skyn­sam­leg­ur kost­ur fyr­ir mig?

Margir geta haft hag af því að endurfjármagna lánin en ýmislegt þarf að hafa í huga þegar endurfjármögnun er skoðuð.
Maður við tölvu
19. maí 2021 - Landsbankinn

Vaxtabreytingar geta skipt íbúðareigendur miklu máli enda eru afborganir af íbúðalánum oft stór hluti af föstu útgjöldum heimilins. Fyrsta skrefið er að skoða lánið sem þú ert að greiða af núna. Hvaða vexti ber lánið? Ef vextirnir eru svipaðir þeim vöxtum sem bjóðast núna - eða jafnvel lægri - þá er líklegast ekki tímabært að endurfjármagna.

Eru vextirnir fastir eða breytilegir?

Breytilegir vextir geta lækkað og hækkað í takt við sveiflur á markaði og efnahagsástand. Þetta getur verið gott eða slæmt eftir því í hvora áttina vextirnir sveiflast. Með föstum vöxtum bindur þú vextina í tiltekinn tíma, þrjú eða fimm ár, og tryggir þig fyrir vaxtasveiflum, en getur þá staðið frammi fyrir því líka að vextir á íbúðaláninu þínu eru hærri en þeir breytilegir vextir sem nú bjóðast.

Það er hægt að festa vexti á íbúðalánum með því að hafa samband við bankann og miðast þá kjörin við það sem er í gildi á umsóknardeginum.

Uppgreiðslu- og lántökugjald?

Þarf að borga uppgreiðslugjald? Í skilmálum sumra lánasamninga er kveðið á um uppgreiðslugjald, sem gerir það dýrara fyrir lántaka að greiða upp lánið og gerir endurfjármögnun því mögulega ekki eins hagkvæma.

Ef ekki þarf að greiða uppgreiðslugjald er endurfjármögnun álitlegri kostur en ella. En hjá Landsbankanum er eingöngu uppgreiðslugjald ef íbúðalán er greitt á fastvaxtatímabili eða 0,2% fyrir hvert ár sem eftir er af tímanum. Uppgreiðslugjaldið lækkar því alltaf eftir því sem líður á tímabilið.

Í flestum tilvikum þarf að greiða fast lántökugjald af íbúðalánum. Hjá Landsbankanum er lántökugjaldið nú ... og er það óháð fjölda lána sem tekin eru vegna íbúðakaupanna. Einnig þarf að hafa í huga kostnað við greiðslumat og svo þinglýsingu sem er gjald innheimt af Sýslumanni.

Hvenær viltu verða skuldlaus?

Lengi vel voru nær öll íbúðalán til 40 ára, en nú eru fjármögnunarleiðirnar miklu fleiri. Með því að stytta lánstímann eða taka lán til styttri tíma greiðir lántaki hraðar upp höfuðstól lánsins, eignamyndun verður hraðari og endanleg endurgreiðslufjárhæð lægri. Mánaðarlegar afborganir eru á hinn bóginn hærri, enda greiðist lánið hraðar upp.

Með því að huga að þessum þáttum við lántökuna er hægt að spara háar fjárhæðir. Þegar fólk lætur af störfum, byrjar að taka út lífeyri og tekjurnar minnka, getur verið gott að hafa greitt upp íbúðalánin og búa í skuldlausu húsnæði.

Það er auðvelt að bera saman mismunandi kosti og sjá kostnað við lántöku í íbúðalánareiknivél Landsbankans.

Verðtryggt eða óverðtryggt?

Miklu máli skiptir hvort valið er verðtryggt eða óverðtryggt lán. Kostir verðtryggðra lána eru lægri vextir sem þýðir að mánaðarlegar afborganir eru lægri. Ókostir verðtryggðra lána eru hins vegar hægari eignamyndun og verðbætur sem falla á lánið vegna verðbólgu. Meginkostur óverðtryggðra lána er hraðari og tryggari niðurgreiðsla höfuðstóls sem leiðir af sér hraðari eignamyndun, sé tekið mið af stöðugum fasteignamarkaði. Á móti kemur að óverðtryggðum lánum fylgja hærri mánaðarlegar afborganir.

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Lánakjör eru mjög mismunandi eftir lánveitendum og tegundum lána. Mikilvægt er að kynna sér hvaða kjör eru í boði og meta út frá því hvernig best hentar að endurfjármagna lán. Í íbúðalánareiknivél Landsbankans getur þú reiknað út greiðslubyrði, afborganir og kostnað ólíkra tegunda íbúðalána. Auðvelt er að bera saman ólíka lánakosti, meðal annars ólíka blöndun verðtryggðra og óverðtryggðra lána, allt eftir því sem á við.

Þú getur alltaf pantað tíma til að fara yfir stöðuna. Sérfræðingar bankans aðstoða þig við að finna svör við þeim spurningum sem vakna í ferlinu og hjálpa þér að komast að niðurstöðu sem hentar þér og þínum aðstæðum.

Greinin var fyrst birt 20. maí 2020 og uppfærð 19. maí 2021.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
16. jan. 2024
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
Verðbréf í appi
4. jan. 2024
Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
20. des. 2023
Hvað á að borga fyrir barnapössun?
Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Frí í skólum eru líka lengri en sumarfrí foreldra og sumarnámskeið eru yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
Rafræn greiðsla
10. nóv. 2023
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-44% ársvöxtum. Og það er slatti!
2. nóv. 2023
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur