Verð­bólga mun mjakast nið­ur á við í sept­em­ber

Við spáum því að almennt verðlag hækki um 0,34% milli ágúst og september. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi. Verðbólga fór hæst í 9,9% í júlí og mældist svo aðeins minni eða 9,7% í ágúst. Gangi spáin eftir verður septembermánuður annar mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan lækkar milli mánaða. Við eigum von hægri hjöðnun verðbólgunnar á næstunni og að hún verði komin niður í 8,8% í desember.
Bananar í verslun
15. september 2022 - Hagfræðideild

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% í ágúst. Það var aðeins minni hækkun en við áttum von á. Það var hins vegar enginn enn liður sem skýrði spáskekkjuna. Flugfargjöld lækka alla jafnan í ágúst en lækkunin var aðeins meiri en við áttum von á. Föt og skór hækkuðu minna en við áttum von á. Sumarútsölurnar í júlí virðast því hafa teygt sig lengra inn í ágúst en við reiknuðum með, við spáum því að þeim sé nú lokið og gera megi ráð fyrir hækkun milli mánaða í september á fötum og skóm.

Verðhækkun á matvöru drífur hækkun verðlags í september

Samkvæmt spá okkar verður stærsti áhrifaþátturinn til hækkunar verðlags í september matur og drykkjarvörur sem við gerum ráð fyrir að hækki um 1,2%. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun er fyrst og fremst hækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Áhrif hækkunar í mat og drykk á verðlag verða 0,18%. Við gerum ráð fyrir að reiknuð húsaleiga hækki um 0,55% og áhrif á VNV verði 0,11%. Verð á fötum og skóm spáum við að hækki um 3% (0,1% áhrif) en þarna er um að ræða síðbúna hækkun í kjölfar júlíútsalna. Við spáum því að flugfargjöld lækki um 6,6% en þau lækka vanalega í september. Áhrifa þess á VNV eru neikvæð um 0,14%. Svo spáum við að verð á dælueldsneyti lækki um 1,9% og eru áhrifin neikvæð um 0,07%.

Verðhækkanir eftir undirliðum

  Vægi í VNV Spá  
Undirliður   Breyting Áhrif
Matur og drykkjarvörur 14,92% 1,20% 0,18%
Áfengi og tóbak 2,41% -0,01% 0,00%
Föt og skór 3,31% 3,00% 0,10%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 10,23% 0,28% 0,03%
Reiknuð húsaleiga 19,87% 0,55% 0,11%
Húsgögn og heimilisbúnaður 6,28% 1,52% 0,10%
Heilsa 3,70% -0,05% 0,00%
Ferðir og flutningar (annað) 4,03% -0,57% -0,02%
Kaup ökutækja 5,90% 0,37% 0,02%
Bensín og díselolía 3,89% -1,90% -0,07%
Flugfargjöld til útlanda 2,06% -6,59% -0,14%
Póstur og sími 1,60% 0,19% 0,00%
Tómstundir og menning 9,19% 0,60% 0,06%
Menntun 0,67% 0,52% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 4,96% -0,34% -0,02%
Aðrar vörur og þjónusta 6,97% -0,04% 0,00%
Alls 100,00%   0,34%

Merki um kólnun á fasteignamarkaði

Miklar hækkanir á húsnæðisverði hafa verið megindrifkraftur verðbólgunnar allt frá miðju síðasta ári. Í júlí sáust skýr merki kólnunar á fasteignamarkaði þegar vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli mánaða. Það var minnsta hækkunin síðan í nóvember á síðasta ári. Verð á húsnæði eins og Hagstofan mælir það og notar í vísitölu neysluverðs hækkaði um 1% í ágúst en sú mæling er með eins mánaðar töf. Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) tók nýlega við verkefnum Þjóðskrár sem snúa að utanumhaldi og mælingum á verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. HMS gaf það nýlega út að verðmælingar miðist við breytingu á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagnarétt eins og Hagstofan gerir. Verðhækkanir hjá Þjóðskrá voru á bilinu 2,2-2,5% milli febrúar og júní á þessu ári. Það að verðhækkunin hafi fallið niður í 1,1% í júlí er vísbending þess að markaður sé farinn að róast. Líklegt er að miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði séu að baki og við taki mun hóflegri hækkanir. Við spáum því að vísitala íbúðaverðs hækki um 0,6% á næstu mánuðum en það yrðu mun minni hækkanir en verið hefur. Slíkar hækkanir yrðu einnig í meira samræmi við sögulega verðþróun á markaðnum.

Verðhækkun á mjólkurvörum setur mark sitt á matvöruverð í september

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin ákveður. Lágmarksverð 1. flokks mjólkur til bænda hækkar um 4,56% og heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin ákvarðar hækkar almennt um 3,72%. Þessar ákvarðanir koma jafnan fyrir nokkrum sinnum á ári og hafa bein áhrif á verð á matvöru. Síðustu ákvarðanir nefndarinnar með þessum hætti voru í apríl og desember síðastliðnum. Í apríl hækkaði verð á mjólk, ostum og eggjum um 4,75% frá fyrri mánuði en 3,32% í desember.

Styrking dollarans veikir áhrif lækkunar olíuverðs á verð á dælueldsneyti

Verðkönnun okkar bendir til þess að verð á dælueldsneyti lækki um 1,9% nú í september. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað að undanförnu en á móti hefur verð á Bandaríkjadollar verið að styrkjast gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Styrking dollarans hefur dregið úr þeim áhrifum sem lækkun olíuverðs hefur haft á verð á dælueldsneyti, en þó með þeim hætti að verð á dælueldsneyti leiti niður á við.

Krónan verður veikari í lok árs en við spáum í maí

Verðbólguþróun hér á landi er samofin gengi krónunnar. Þjóðhagsspá okkar frá því í maí gerði ráð fyrir því að evran myndi enda árið í 132 krónum í lok árs. Það er að öllum líkindum ekki að fara ganga eftir, þar sem krónan hefur veikst nokkuð að undanförnu og er evran komin yfir 140 krónur. Við búumst þó við því að krónan leiti áfram til styrkingar á næstu mánuðum og fari niður í 138 krónur í lok ársins. Verðbólguspáin okkar tekur mið af því.

Verðbólga hefur náð hámarki og mun hjaðna hægt og bítandi

Frá því í vor höfum við spáð því að verðbólga myndi ná hámarki síðsumars og síðan myndi taka við hæg hjöðnun hennar. Þetta hefur gengið eftir og erum við enn þá þeirri skoðun að verðbólga muni hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Þannig spáum við 9,3% verðbólgu í október, 8,9% í nóvember og 8,8% í desember. Helstu óvissuþættirnir í spánni snúa að gengisþróun krónunnar, heimsmarkaðsverði á olíu og síðast en ekki síst fasteignamarkaði. Verði önnur þróun á þessum liðum en við gerum ráð fyrir verður verðbólga önnur en við spáum.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
22. apríl 2024
Vikubyrjun 22. apríl 2024
Nafnverð íbúða hefur hækkað um 5,2% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýrri vísitölu íbúðaverðs,og raunverð íbúða er lítillega hærra en á sama tíma í fyrra.
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur