Stjórnarhættir

Landsbankinn hefur það að markmiði að efla góða stjórnarhætti í þágu heildarhagsmuna bankans sjálfs, hluthafa, viðskiptavina og samfélagsins alls.

Góðir stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir stuðla að traustum samskiptum hluthafa, bankaráðsmanna, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila, og eru leiðarljós í því að styrkja hlutlægni, heilindi, gagnsæi og ábyrgð í stjórnun bankans.

Landsbankinn fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Ísland hf. og Samtökum atvinnulífsins.

Stjórnarháttayfirlýsing

Á hverju ári gerir Landsbankinn úttekt á því hvort viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti sé fylgt og hvort stjórnarhættir bankans á hverjum tíma séu í samræmi við þær leiðbeiningar.

Stjórnarháttayfirlýsing

Samþykktir

Hér má finna samþykktir Landsbankans sem samþykktar voru á aðalfundi bankans þann 18. mars 2015.

Nánar

Reglur

Reglur Landsbankans mæla fyrir um almennar skyldur starfsmanna bankans með það að markmiði að stuðla að heiðarleika, réttsýni og sanngirni í viðskiptum og efla traust viðskiptavina og almennings á Landsbankanum.

Nánar

Hluthafafundur

Hluthafar fara með ákvörðunarvald í málefnum bankans á hluthafafundum sem er æðsta valdið í málefnum Landsbankans. Rétt til að sækja hluthafafundi hafa hluthafar, umboðsmenn þeirra og ráðgjafar, endurskoðandi og bankastjóri. Halda skal aðalfund fyrir lok aprílmánaðar ár hvert og skal hann boðaður með auglýsingu sem birt er í útvarpi og dagblöðum eða á annan sannanlegan hátt með skemmst viku en lengst fjögurra vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann.

Nánar: Samþykktir bankans

Bankastjóri

Bankastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru öðrum falin með lögum, samþykktum bankans eða ákvörðunum bankaráðs.

Nánar

Bankaráð

Bankaráð er kjörið á aðalfundi til árs í senn og eru kjörnir 7 aðalmenn og 2 til vara. Bankaráð hefur yfirumsjón með starfsemi bankans í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir. Bankaráð mótar almenna stefnu bankans og skal annast um að skipulag og starfsemi bankans sé jafnan í réttu horfi. Bankaráð skal einnig hafa með höndum almennt eftirlit með rekstri bankans og tryggja að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins.

Nánar: Starfsreglur bankaráðs

Sérstakar starfsnefndir bankaráðs

Stofnun sérstakra starfsnefnda bætir starfshætti bankaráðs og gerir störf þess markvissari. Innan bankaráðs starfa fimm starfsnefndir sem undirbúa umfjöllun innan bankaráðs á tilteknum starfssviðum og annast nánari athugun á málum sem þeim tengjast. Bankaráði skal reglulega gerð grein fyrir störfum undirnefndanna. Bankaráðsmenn skulu hafa aðgang að fundargerðum nefndanna í skjalastjórnunarkerfi bankans.

Nánar: Starfsreglur bankaráðs

Áhættustýring

Bankaráð hefur það hlutverk að samþykkja áhættustefnu, áhættuvilja, mörk fyrir helstu tegundir áhættu og framkvæmd áhættustýringar. Áhættunefnd er skipuð af bankaráði í þeim tilgangi að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir bankaráð á þessu sviði. Þessu er nánar lýst í starfsreglum bankaráðs og Áhættunefndar.

Nánar: Starfsreglur Áhættunefndar

Nánar: Starfsreglur bankaráðs

Endurskoðendur

Innan bankans skal starfa endurskoðunardeild sem annast innri endurskoðun undir stjórn innri endurskoðanda, sem ráðinn er af bankaráði, sbr. gr. 7.1 í reglum þessum. Innri endurskoðun er hluti af skipulagi bankans og er þáttur í eftirlitskerfi hans. Nánar er kveðið á um starfskyldur innri endurskoðanda í erindisbréfi, sbr. 16. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins, nr. 3/2008.

Nánar: Starfsreglur bankaráðs

Eigandastefna ríkisins

Eigandastefnu ríkisins er ætlað að skýra fyrirætlanir ríkisins sem eiganda að fjármálafyrirtækjum. Hér má finna skýrslu Landsbankans um framfylgd bankans á ákvæðum í eigandastefnu ríkisins, samantekt Landsbankans um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans, samning um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og eigandastefnu ríkisins.

Nánar

Upplýsingagjöf

Stjórnskipulag bankans skal vera nægjanlega gagnsætt gagnvart hluthöfum, innstæðueigendum, öðrum hagsmunaaðilum og markaðsaðilum.

Nánar