Landsbankinn þinn

Landsbankinn er í stöðugri þróun. Við þurfum að geta breyst í takt við umhverfi okkar og starfsemin þarf að endurspegla kröfur viðskiptavina.

Við ætlum að vera Landsbankinn þinn

Stefnuáherslur

Stefnuáherslur Landsbankans eru leiðarljós okkar í átt að stafrænni framtíð. Saman ætlum við að leggja áherslu á frumkvæði í samskiptum og veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu til að viðhalda traustu langtímasambandi.

Siðasáttmáli

Siðasáttmáli hefur verið skrifaður fyrir Landsbankann og starfsmenn hans. Siðasáttmálinn tók gildi 1. mars 2011 og allir starfsmenn hafa skrifað undir hann. Starfsmenn munu framvegis staðfesta siðasáttmálann árlega. Siðasáttmálinn myndar grunnviðmið fyrir góða viðskiptahætti. Sáttmálinn er hornsteinn í stefnu Landsbankans.

Lesa siðasáttmála Landsbankans

Láttu í þér heyra

Okkur er umhugað um að heyra í þér og hvetjum þig til að senda okkur ábendingar, fyrirspurn, kvartanir eða hrós.

Hafðu samband