Varðan

Skilmálar fyrir Vörðuna

Til að viðskiptavinur geti talist Vörðufélagi í vildarþjónustu Landsbankans gildir eftirfarandi:

Viðskiptavinur þarf að vera í góðum viðskiptum að mati Landsbankans, þ.e. uppfylla skilyrði um viðskiptaumfang og farsæla viðskiptasögu í samræmi við ákvarðanir Landsbankans hverju sinni.

Skilyrðið um virkni viðskipta

Viðskiptavinir þurfa að vera með virka vöru hjá Landsbankanum. Eftirfarandi vörur geta talist virkar:

  • Veltureikningur (launareikningur), kreditkort, íbúðalán, bílalán, önnur skuldabréf, SP/IG reikningur, lífeyrissparnaður, sjóðir, verðbréfaviðskipti og aðild að Einkabankaþjónustu.
  • Skilyrði aðildar að Vörðunni er að viðskiptavinur sé a.m.k. með eina virka vöru hjá Landsbankanum.

Skilyrðið um lágmarks viðskiptaumfang

Viðskiptaumfang er heildarinnlán og heildarútlán i sama fjölskyldunúmeri. Í því felst að viðskiptaumfang hjóna/sambúðaraðila er lagt saman.

  • Viðskiptaumfang fjölskyldu er heildarinnlán + heildarútlán að jafnaði yfir 12 mánuði hjá viðkomandi fölskyldu.
  • Skilyrði aðildar að Vörðunni vildarþjónustu Landsbankans er að viðskiptaumfang sé 200 þ.kr. eða hærra.

Skilyrðið um góða viðskiptasögu

Viðskiptasaga einstaklinga er metin með lánshæfismati Landsbankans. Sé um ný viðskipti að ræða er stuðst við lánshæfismat Creditinfo, enda hafi viðskiptavinur gefið samþykki sitt fyrir því.

Lánshæfismat Landsbankans byggist m.a. á greiðslusögu einstaklings og metur líkur á að viðkomandi standi í skilum. Lánshæfismat er ekki greiðslumat og segir ekki til um hversu mikið einstaklingur getur greitt af láni.

Samkvæmt lögum nr. 33/2013, um neytendalán, er Landsbankanum skylt sem lánveitanda neytendalána til einstaklinga að meta lánshæfi þeirra áður en til lánveitingar kemur. Þetta á við um öll lán, hvort sem um ræðir heimild á veltureikningi eða heimild á kreditkorti.

Mat á viðskiptasögu hjá Landsbankanum tekur til margra ólíka þátta. Stærsti einstaki þátturinn (sem vegur mest) er skilvísi. Því er mikilvægt að að viðskiptavinir forðist vanskil og greiði reikninga á réttum tíma.

Viðskiptavinir sem hafa verið í Vörðunni en uppfylla ekki lengur skilmála hennar fá tilkynningu um breytinguna með rafrænu skjali í netbanka.


Skilmálar sparireikninga

Við stofnun debetkortareiknings gilda reglur og skilmálar um debetkort

Við stofnun VISA kreditkortareikninga gilda reglur og skilmálar um VISA kreditkort