Vaxtareikningur 30

Vaxtareikningur 30

 Nr. 1527-04  |  Júní 2020

Binditími

  • Vaxtareikningur 30 er bundinn innlánsreikningur.
  • Innstæða er bundin þar til að lágmarki í 31 dagur er liðinn, frá því að beiðni um úttekt hefur verið skráð. Umbeðin úttektarfjárhæð er þá millifærð á ráðstöfunarreikning sem reikningseigandi tilgreinir.
  • Ráðstöfunarreikningur og Vaxtareikningur 30 skulu vera á sömu kennitölu.
  • Binditími er aldrei styttri en 31 dagur.

Ávöxtun

  • Vaxtareikningur 30 er óverðtryggður innlánsreikningur.
  • Vextir á Vaxtareikningi 30 eru breytilegir og fara eftir fjárhæð innstæðu á reikningnum, eins og nánar er kveðið á um í vaxtatöflu Landsbankans á hverjum tíma.
  • Innborganir bera vexti frá innborgunardegi og að útborgunardegi (inn- og útborgunardagar bera ekki vexti).
  • Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og við eyðileggingu reikningsins.
  • Áfallnir og bókaðir vextir bindast með sama hætti og aðrar innborganir.

Annað