Landsbók

Landsbók

Nr. 1505-07  |  1. nóvember 2019

Binditími

  • Landsbók er bundin í 36, 48 eða 60 mánuði.
  • Hver innborgun er bundin í umsaminn tíma frá innborgunardegi.
  • Innstæða losnar í einn mánuð að loknum 36, 48 eða 60 mánaða binditíma. Að innlausnartímabili loknu binst innstæða á ný og verður frá því uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara,  sbr. 1. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna Seðlabanka Íslands um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár nr. 877/2018, sbr. reglur nr. 109/2019.

Ávöxtun

  • Landsbók er verðtryggður greiðslureikningur.
  • Innborganir bera vexti frá og með næsta degi eftir að fjármunirnir eru lagðir inn. Dagurinn fyrir úttekt er síðasti vaxtadagur úttekinnar fjárhæðar. Vextir leggjast við höfuðstól um áramót eða eftir atvikum mánaðarlega, sem og við eyðileggingu reikningsins eftir binditíma.
  • Verðbætur eru færðar í lok hvers mánaðar og bindast eins og binditími reikningsins kveður á um.

Aðrir skilmálar