Sjóðir Landsbankans

 1. Í áskrift að hlutdeildarskírteinum í sjóðum Landsbankans felst að mánaðarlega er keypt hlutdeild í þeim sjóði sem áskrifandi hefur valið sér og fyrir þá fjárhæð sem áskrifandi hefur óskað eftir. Áskrifandi getur valið um eftirfarandi greiðslumáta:
  (a) Skuldfærslu af reikningi áskrifanda hjá Landsbankanum.
  (b) Skuldfærslu af kreditkorti áskrifanda.

  Hámarksfjárhæð skuldfærslu af kreditkoti fyrir hvern viðskiptavin er kr. 200.000. Hafi áskrifandi skráð skuldfærslu fyrir hærri fjárhæð á kreditkort er heimilt að lækka þá fjárhæð niður í 200.000 að undangenginni tilkynningu til viðskiptavinar.

  Landsbankinn áskilur sér rétt til þess að fella niður áskrift sem skuldfærð er af greiðslukorti ef þau hlutdeildarskírteini sem keypt eru í áskrift eru ítrekað innleyst innan 40 daga frá kaupum, að undangenginni tilkynningu til viðskiptavinar.

 2. Hægt er að tengja áskriftarfjárhæð að sjóðum Landsbankans við vísitölu neysluverðs. Þessi þjónusta felur það í sér að framlag til reglubundins sparnaðar fylgir verðlagi eins og það er á hverjum tíma. Ávöxtun sparnaðarins fylgir hins vegar þeirri ávöxtunarleið sem er valin.

  Ef áskrift er greidd af innlánsreikningi þarf að skrá breytinguna fyrir 25. dag mánaðar, að öðrum kosti verður hún virk einum almanaksmánuði eftir skráningu.  Ef áskrift er skuldfærð á kreditkort þarf að skrá breytinguna fyrir 15. dag mánaðar, að öðrum kosti verður hún virk einum almanaksmánuði eftir skráningu. 

 3. Skuldfærsla af reikningi er framkvæmd fyrsta virka dag mánaðar. Reynist ekki innistæða á reikningi þann fyrsta er reynt til 15. hvers mánaðar að skuldfæra.
  1. Greiðsla með kreditkorti:
   (a) Skráning sem fer fram 1.-15. hvers mánaðar tekur gildi næstu mánaðarmót á eftir. Dæmi: Skráning sem fer fram 1. janúar tekur gildi 1. febrúar.
   (b) Skráning sem fer fram frá 16. til lokadags mánaðar tekur gildi þar næstu mánaðarmót. Dæmi: Skráning sem fer fram 16. janúar tekur gildi 1. mars
  2. Greiðsla með skuldfærslu:
   (a) Skráning sem fer fram 1.-23. hvers mánaðar tekur gildi næstu mánaðarmót á eftir. Dæmi: Skráning sem fer fram 1. janúar tekur gildi 1. febrúar.
   (b) Skráning sem fer fram frá 24. til lokadags mánaðar tekur gildi þar næstu mánaðarmót á eftir. Dæmi: Skráning sem fer fram 24. janúar tekur gildi 1. mars.
 4. Í upphafi sparnaðar er áskrifanda sent bréf þar sem fram kemur sú leið sem hann hefur valið.

 5. Áskrifandi getur breytt áskriftarfjárhæðinni á áskriftartímanum. Ósk um breytingu skal sett fram munnlega, skriflega eða með tölvupósti og skal berast Landsbankanum fyrir 15. hvers mánaðar.

 6. Ekki er tekin þóknun vegna kaupa í sjóðum Landsbankans þegar um er að ræða áskrift sem varir í a.m.k. 4 mánuði. Afsláttur hefst þó strax við fyrstu kaup. Afgreiðslugjald er greitt fyrir hverja færslu samkvæmt gjaldskrá bankans.

 7. Landsbankinn býður upp á fjölmarga sjóði. Sjóðirnir eru mismunandi hvað varðar samsetningu, áhættu og ávöxtun. Meðfylgjandi eru upplýsingar um þann sjóð sem þú hefur valið.

 8. Öllum verðbréfaviðskiptum fylgir áhætta. Áskrifandi ber sjálfur ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sínum og ber því að afla sér ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra fjárfestingarkosta sem í boði eru, hafi hann takmarkaða þekkingu á fjárfestingum af þessum toga. Með umsókn að áskrift að sjóðum Landsbankans og staðfestingu þess efnis að hafa kynnt sér skilmála þessa, staðfestir áskrifandi jafnframt að hann hafi aflað sér upplýsinga um þá fjárfestingarkosti sem hann hefur valið sér.

 9. Unnt er að innleysa hlutdeildarskírteinin með litlum fyrirvara. Áskrifandi getur hætt áskrift hvenær sem hann óskar þess, en uppsögn á áskrift skal hafa borist Landsbankanum munnlega, skriflega eða með tölvupósti fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi næstu mánaðarmót.

 10. Eftirfarandi gildir um greiðslu áskriftar:
  (a) Hafi áskrifandi óskað eftir skuldfærslu á reikning sinn skuldbindur hann sig til þess að tryggja að næg innstæða sé fyrir hendi á reikningnum.
  (b) Sé ekki næg innstæða fyrir hendi á reikningi áskrifanda 15 fyrstu virka daga hvers mánaðar fer ekki fram skuldfærsla þann mánuðinn. Ef reikningur reynist innistæðulaus þrjá mánuði í röð, lítur Landsbankinn svo á að áskrifandi hafi sagt upp áskriftinni.

 11. Yfirlit yfir eign í sjóðum Landsbankans eru send út tvisvar á ári, en auk þess eru ráðgjafar Landsbankans til staðar til þess að veita áskrifendum upplýsingar og ráðgjöf um fjárfestingar þegar þeirra er óskað. Jafnframt geta áskrifendur með aðild að netbanka Landsbankans nálgast upplýsingar um stöðu hlutdeildarskírteina sinna á netbanki.landsbankinn.is.

 12. Geri áskrifandi ekki athugasemdir við skilmála þessa innan 10 daga frá móttöku þeirra, telst kominn á samningur milli áskrifanda og Landsbankans um áskrift að hludeildarskírteinum í þeim sjóði / sjóðum sem áskrifandi hefur valið. Bréf það sem sent er áskrifanda í upphafi sparnaðar telst hluti af samningi þessum og beiðnir um breytingu áskriftarfjárhæðar teljast viðauki við samning þennan.
  Tilkynning um breytingu á áskriftarfjárhæð eða um uppsögn samningsins verður að hafa borist Landsbankanum munnlega, skriflega eða með tölvupósti, fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi næstu mánaðarmót.

 13. Komi upp ágreiningur milli áskrifanda og Landsbankans getur ágreinandi beint kvörtun til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Upplýsingar um nefndina má nálgast á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.

 14. Breytingar á skilmálum þessum skulu kynntir á vefsíðu Landsbankans og taka gildi í beinu framhaldi af því nema annað sé tekið fram.