Framtíðargrunnur

 Nr. 1503-08  |  Júní 2018

Framtíðargrunnur - óverðtryggður

Stofnun

 • Óverðtryggður Framtíðargrunnur er ætlaður einstaklingum á aldrinum 0-18 ára.
 • Hægt er að stofna óverðtryggðan Framtíðargrunn fram til 18 ára aldurs.

Binditími

 • Allar innborganir á Framtíðargrunn eru bundnar til 18 ára aldurs reikningseiganda.
 • Öll innstæða losnar við upphaf þess mánaðar sem viðkomandi verður 18 ára.

Ávöxtun

 • Innborganir bera vexti frá innborgunardegi og að útborgunardegi (inn- og útborgunardagar bera ekki vexti).
 • Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og við eyðileggingu eftir binditíma.
 • Áfallnir og bókaðir vextir bindast til 18 ára aldurs með sama hætti og aðrar innborgarnir.

Innborgun

 • Framtíðargrunnur lokast fyrir innborgunum þegar eigandi hans verður 18 ára.

Aðrir skilmálar

Framtíðargrunnur - verðtryggður

Stofnun

 • Verðtryggður Framtíðargrunnur er ætlaður einstaklingum á aldrinum 0-18 ára.
 • Ekki er hægt að stofna verðtryggðan Framtíðargrunn á einstakling sem náð hefur 15 ára aldri vegna binditíma.

Binditími

 • Allar innborganir á verðtryggan Framtíðargrunn eru bundnar til 18 ára aldurs reikningseiganda.
 • Innborganir sem gerðar eru eftir að reikningseigandi hefur náð 15 ára aldri eru bundnar í 3 ár frá innborgunardegi, nema innborganir séu í samræmi við samning um reglubundinn sparnað.
 • Eftir 18 ára aldur er innstæðan laus í einn mánuð, eftir það er hún bundin á ný í fimm mánuði, er síðan aftur laus í einn mánuð o.s.frv., sbr. reglur Seðlabanka Íslands um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár nr. 492/2001.

Ávöxtun

 • Innborganir bera vexti frá innborgunardegi og að útborgunardegi (inn- og útborgunardagar bera ekki vexti).
 • Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og við eyðileggingu eftir binditíma.
 • Áfallnir og bókaðir vextir og verðbætur bindast til 18 ára aldurs með sama hætti og aðrar innborgarnir.
 • Verðbætur eru færðar í lok hvers mánaðar og bindast eins og binditími reikningsins kveður á um.

Innborganir

 • Framtíðargrunnur lokast fyrir innborgunum þegar eigandi hans verður 18 ára.

Aðrir skilmálar