Saga landsbankans

Nokkur mikilvæg ártöl í sögu Landsbankans

 • 1886 Landsbankinn hefur starfsemi. 
 • 1887 Sparisjóður Reykjavíkur sameinast Landsbankanum. 
 • 1899 Landsbankinn flytur í nýtt hús á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. 
 • 1900 Veðdeild tekur til starfa við bankann. 
 • 1902 Fyrsta útibúið opnað - á Akureyri. 
 • 1915 Hús Landsbankans brennur í miðbæjarbrunanum mikla. 
 • 1918 Landsbankinn hefur opnað útibú í öllum landsfjórðungum. 
 • 1924 Bankinn flytur í nýtt og enn stærra hús við Austurstræti. 
 • 1927 Landsbankinn gerður að seðlabanka. 
 • 1928 Starfsmenn Landsbankans koma á fót Félagi starfsmanna Landsbanka Íslands. 
 • 1934 Nýir peningaseðlar Landsbankans settir í umferð. 
 • 1942 Kaupþing Landsbanka Íslands opnað. 
 • 1946 Stofnlánadeild sjávarútvegsins sett á laggirnar við Landsbankann. 
 • 1954 landsbankinn stendur fyrir sparifjársöfnun skólabarna. 
 • 1957 Landsbankanum skipt upp í tvær deildir sem munu í raun starfa sem aðskildir bankar; viðskiptabankinn og seðlabankinn. 
 • 1959 Landsbankinn, Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn koma sér saman um rekstur bankamannaskóla. 
 • 1960 Stjórnvöld fela gjaldeyrisbönkunum, Landsbankanum og Útvegsbankanum, að sjá um allar gjaldeyrisveitingar. 
 • 1961 Fullur aðskilnaður seðlabanka og viðskiptabanka Landsbankans verður með lögum um sjálfstæðan seðlabanka og seðlabanki Landsbankans því lagður niður. 
 • 1967 Landsbankinn tekur í notkun nýtt og mjög fullkomið vélabókhald sem unnið er í IBM-vélum 360/20. 
 • 1970 Landsbanki Ísland gerist hluthafi í Scandinavian Bank Ltd. í London. 
 • 1976 Útibú Landsbankans á Húsavík tengist sameiginlegum rafreikni bankanna í Reiknistofu bankanna og er það fyrsta bankaútibúið á Íslandi sem er tengt með slíkum hætti. 
 • 1977 Könnun sýnir að nærri hvert mannsbarn í Reykjavík komi tvisvar á mánuði í Landsbankann. 
 • 1980 Fyrsta verkfall bankamanna háð í desember. 
 • 1983 Fimm bankar, þar á meðal Landsbankinn, hafa efnt til samstarfs um greiðslukort undir nafninu VISA Ísland. 
 • 1985 Landsbankinn er einn af stofnaðilum Verðbréfaþings Íslands (Kauphallar Íslands) sem hóf starfsemi á árinu. 
 • Ný lög um viðskiptabanka öðlast gildi en með þeim ákveða innlánsstofnanir sjálfar m.a. alla inn- og útlánsvexti (nema vanskilavexti) og þjónustugjöld. 
 • 1989 Landsbréf stofnað. 
 • 1991 Landsbankinn og Samvinnubankinn sameinast og ákveðið að rekstrarlegri sameiningu bankanna skuli að fullu lokið fyrir árslok. 
 • 1997 Landsbanki Íslands hf. formlega stofnaður. 
 • 1997 Landsbankinn kaupir hlut í VÍS. 
 • 1998 Landsbanki Íslands hf. skráður á VÞÍ (nú Kauphöll Íslands). 
 • 2000 Landsbankinn kaupir 70% hlut í Heritable Bank. 
 • 2001 Starfsemi Landsbankans og Landsbréfa sameinuð. 
 • Tæplega helmingshlutur ríkisins í Landsbanka Íslands hf. var seldur í árslok. Kaupandi var Samson ehf. 
 • 2002 Landsbankinn kaupir 51% hlut í SP-fjármögnun hf. 
 • 2003 Landsbankinn kaupir Landsbanki Luxembourg S.A. 
 • 2005 Landsbankinn stofnar útibú í London og fær starfsleyfi í byrjun árs. 
 • Landsbankinn kaupir breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood í febrúar. 
 • Landsbankinn kaupir 81% hlut í franska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities í september. 
 • Landsbankinn kaupir 50% hlut í írska verðbréfafyrirtækinu Merrion Capital í desember.
 • 2008 Fjármálaeftirlitið tekur yfir rekstur Landsbanka Íslands hf.
 • Landsbankinn, NBI hf. stofnaður og tekur yfir innlenda starfsemi Landsbanka Íslands hf. Landsbankinn, NBI hf. er að fullu í eigu íslenska ríkisins.
 • 2009 Stofnefnahagsreikningur Landsbankans samþykktur. Hluthafarnir nú tveir: Ríkissjóður Íslands með 81,333% og Landsskil ehf., dótturfélag Landsbanka Íslands hf., með 18,667% útgefins hlutafjár, sem var 24 ma. kr.
 • 2011 Landsbankinn og Spkef sameinast. Samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tók Landsbankinn við rekstri Spkef 7. mars 2011.
 • 2015 Í mars 2015 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um samruna Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja og í september sama ár var samruni Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands samþykktur.