Með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive eða svokölluð MiFID-tilskipun) og tilskipun um samræmingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað (e. Transparency Directive eða gagnsæistilskipunin).
MiFID-tilskipunin nær til allra ríkja á EES svæðinu, þ.e. aðildarríkja ESB auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Með lögunum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lúta að því hvernig staðið skal að verðbréfaviðskiptum. Markmið laganna er að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá er löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf. Til þess að svo megi verða eru lagðar auknar skyldur á viðskiptavini um upplýsingagjöf til fjármálafyrirtækja.
Nánar um verðbréfaviðskipti (MiFID)
Upplýsingarit CESR um verðbréfa-viðskipti fyrir neytendur
Lög um verðbréfaviðskipti
Lög um kauphallir
Fyrirvarar
Einstaklingar geta veitt samþykki sitt í netbankanum. Þá er hægt að hringja í Verðbréfa-og lífeyrisráðgjöf bankans í síma 410 4040 eða prenta út eftirfarandi samþykkisform.
Almennir skilmálar vegna þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta (1217) - í gildi frá mars 2016
Eldri skilmálar: Almennir skilmálar Landsbankans um verðbréfaviðskipti (1217) - í gildi frá maí 2011 til mars 2016
Verklagsreglur um framkvæmd viðskiptafyrirmæla (1224)
Útdráttur úr stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra (1226)
Áhættulýsing vegna viðskipta með fjármálagerninga (1230)
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.