Lög um greiðsluþjónustu

Lög um greiðsluþjónustu nr. 120/2011

Með lögum um greiðsluþjónustu (Payment Services Directive) er verið að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um greiðsluþjónustu. Lögin tóku gildi 1. desember 2011. Markmið tilskipunarinnar er að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan EES.

Lögin fjalla m.a. um samræmdar reglur um upplýsingagjöf, réttindi og skyldur notenda og veitenda greiðsluþjónustu. Lögin eiga að tryggja vernd allra notenda greiðsluþjónustu og að greiðslur verði jafn einfaldar, hagkvæmar og öruggar í framkvæmd innan EES eins og innlendar greiðslur.

Hvað er greiðsluþjónusta?

 • Greiðslur inn og út af reikningum.
 • Úttekt á reiðufé af reikningum.
 • Millifærslur, beingreiðslur, boðgreiðslur og greiðslur með greiðslukorti.
 • Útgáfa greiðslumiðla og/eða færsluhirðing.
 • Peningasendingar.
 • Framkvæmd greiðslna á grundvelli samþykkis greiðanda um hvers kyns fjarskiptaþjónustu – t.d. greiðsluþjónusta á vegum símafyrirtækja.

Um hvað gilda lögin ?

Lögin gilda Í grundvallaratriðum, um allar rafrænar greiðslur, þ.m.t. greiðslur með kreditkortum, debetkortum og millifærslur í banka. Lögin gilda ekki um greiðslur með reiðufé eða tékkum. Fleiri undantekningar er að finna í 2. gr. laganna.

Breytingarnar sem lögin fela í sér má eru í stórum dráttum er auknar skyldur til upplýsingagjafar og aukin réttindi fyrir neytendur.

Aukin réttindi fyrir neytendur:

 • Upplýsingar um greiðslur eru skýrari.
 • Greiðslur ganga hraðar fyrir sig.
 • Aukin neytendavernd.

Neytendur njóta ófrávíkjanlegrar réttarverndar samkvæmt lögunum en heimilt er að  semja um minni réttarvernd til handa notendum sem ekki eru neytendur samkvæmt lögunum.


Nánar um breytingar sem lögin fela í sér

Upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu

Greiðsluþjónustuveitanda ber að veita upplýsingar um:

 • Skilmála um þjónustu í tengslum við stakar greiðslur.
 • Greiðanda eftir viðtöku greiðslufyrirmæla um staka greiðslu.
 • Viðtakanda  greiðslu eftir framkvæmd stakrar greiðslu.
 • Áður en samningur eða tilboð vegna greiðslna sem falla undir rammasamninga  verður bindandi.
 • Skilmála þjónustu í tengslum við greiðslur sem falla undir rammasamninga.

Ávalt skal gæta að því að upplýsingar rammasamnings* séu aðgengilegar notenda.

*Rammasamningur er samningur um greiðsluþjónustu þar sem kveðið er á um framkvæmd einstakra greiðslna  og röð greiðslna í framtíðinni og sem kann að fela í sér skyldu til stofnunar greiðslureiknings og skilmála þar um.

Réttindi og skyldur í tengslum við veitingu og notkun greiðsluþjónustu

Gjaldtaka

 • Ekki er heimilt að innheimta gjald vegna upplýsinga sem skylt er að veita eða vegna leiðréttingarráðstafana eða fyrirbyggjandi ráðstafana, nema lögin kveði á um annað.
 • Erlendar greiðslur:
  • Sendandi greiðir gjöld síns banka og móttakandi greiðir gjöld móttökubanka.
  • Millibanka er óheimilt að taka kostnað af greiðslu ef hún uppfyllir skilyrði laganna.
 • Viðtakanda greiðslu er óheimilt að krefjast gjalds af greiðanda vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils umfram aðra.

Framkvæmd greiðslu

 • Til að greiðsla teljist heimiluð verður greiðandi að hafa samþykkt framkvæmd hennar.
 • Greiðsluþjónustuveitandi skal endurgreiða greiðanda  óheimilaða greiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum  sem fram koma í lögunum.
 • Sjálfsábyrgð greiðanda er jafngildi 150 evrum og undantekning er frá greiðsluskyldu greiðsluþjónustuveitanda vegna sviksamlegrar háttsemi greiðanda.
 • Greiðandi á þá rétt á endurgreiðslu t.d. ef fjárhæð var ekki nákvæmlega tilgreind í heimildinni, fjárhæðin of há miðað við útgjaldamynstur greiðanda, nema um annað sé samið.
 • Óska skal eftir endurgreiðslu innan 8 vikna frá þeim degi sem fjármunir voru skuldfærðir og ber banki verði við beiðninni innan 10 daga eða rökstyðja synjun fyrir þann tíma.

Framkvæmdatími greiðslu

Greiðsla þarf að hafa skilað sér inná reikning viðtakanda fyrir lok næsta viðskiptadags.

Röng eða gölluð framkvæmd greiðslu, meðferð persónuupplýsinga o.fl.

Greiðsluþjónustuveitandi getur í ákveðnum tilfellum orðið ábyrgur gagnvart greiðanda ef greiðslan á sér ekki stað eða hún er gölluð. Í kaflanum kemur fram í hvaða tilfellum greiðsluþjónustuveitandi verður ábyrgur gagnvart greiðanda vegna þess að greiðsla á sér ekki stað eða hún er gölluð. Getur það leitt til þess að greiðsluþjónustuveitandi verði ábyrgur fyrir greiðslunni ásamt gjöldum og vöxtum sem falla á notandann af þeim sökum að greiðsla var ekki framkvæmd eða ranglega framkvæmd.