Persónuverndarstefna Landsbankans

Persónuverndarstefna Landsbankans

Landsbankinn leggur ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar einstaklinga og virða réttindi þeirra. Í stefnu þessari eru veittar upplýsingar um það hvernig bankinn vinnur persónuupplýsingar, í hvaða tilgangi, hversu lengi þær eru varðveittar, miðlun þeirra og hvernig öryggi þeirra er gætt í starfsemi bankans. Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við persónuverndarlög á hverjum tíma.

Stefna þessi tekur aðeins til einstaklinga en ekki lögaðila. Hugtakið „persónuupplýsingar“ nær til allra upplýsinga sem mögulegt er að tengja tilteknum einstaklingi beint eða óbeint, t.d. með tilvísun í auðkenni hans s.s. nafn, kennitölu, notendanafn, lánanúmer, fingrafar o.fl. Stefna þessi nær til fyrrverandi, núverandi og verðandi viðskiptavina bankans, aðila sem eru tengdir viðskiptavini (t.d. fjölskyldumeðlima), ábyrgðarmanna og annarra viðeigandi aðila, s.s. raunverulegs eiganda fjármuna, umboðsmanns viðskiptavinar, prókúruhafa og tengdra aðila viðskiptavinar ef um lögaðila er að ræða. Stefnan nær einnig eftir atvikum til annarra einstaklinga en viðskiptavina, t.d. starfsmanna hjá verktökum bankans og þeirra sem heimsækja starfsstöðvar eða vefsíðu bankans, www.landsbankinn.is, eins og nánar er lýst í stefnu þessari.

Frekari fræðslu um vinnslu persónuupplýsinga er að finna í almennum viðskiptaskilmálum Landsbankans, sérskilmálum sem gilda um einstaka vöru eða þjónustu og á vefsíðubankans.

  • I. Hvaða persónuupplýsingar vinnur bankinn?
  • II. Í hvaða tilgangi eru persónuupplýsingar unnar og með hvaða heimild?
  • III. Hljóðritun símtala og rafræn vöktun
  • IV. Afhending persónuupplýsinga til þriðju aðila
  • V. Varðveislutími persónuupplýsinga
  • VI. Réttindi einstaklinga
  • VII. Öryggi og eftirlit
  • VIII. Samskipti við bankann og við Persónuvernd
  • IX. Breytingar á persónuverndarstefnu Landsbankans

Fyrst samþykkt, 15. júní 2018

Hafðu samband

Hafir þú fyrirspurn, ábendingu eða kvörtun er varðar vinnslu persónuupplýsinga getur þú sent tölvupóst til persónuverndarfulltrúa bankans á netfangið personuvernd@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Umfjöllun á Umræðunni

Á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, má finna fróðlegar greinar um persónuvernd og þær breytingar sem ný löggjöf hefur í för með sér.

25. maí 2018
Ný persónuverndarlöggjöf í ríkjum Evrópusambandsins

28. september 2017
Veistu hvaða upplýsingum Tinder - og önnur öpp - safna um þig?

7. september 2017
Mun strangari löggjöf um persónuvernd