Persónuvernd

Við vinnum persónuupplýsingar til að veita persónubundna ráðgjöf og þjónustu

Landsbankinn leggur ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar einstaklinga og virða réttindi þeirra. Persónuvernd og trúnaður um persónuupplýsingar viðskiptavina hefur ávallt verið lykilatriði í starfsemi bankans.

Bankinn hefur aðlagað starfsemi sína að auknum kröfum nýrra persónuverndarlaga. Í almennri persónuverndarstefnu bankans  eru ítarlegar upplýsingar um það hvenær, hvernig og í hvaða tilgangi bankinn vinnur persónuupplýsingar auk þess sem fram kemur hvernig bankinn safnar upplýsingum, tryggir öryggi þeirra og hverjum þær eru afhentar. Bankinn hefur einnig uppfært almenna viðskiptaskilmála bankans.


Réttindagátt viðskiptavina

Persónuverndarlög fela einstaklingum tiltekin réttindi. Bankinn virðir þau réttindi og hefur útbúið sérstaka réttindagátt hér á vefnum til að aðstoða viðskiptavini við að nýta sér þann rétt. Í réttindagáttinni geta einstaklingar m.a. óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum, leiðréttingu og eftir atvikum eyðingu þeirra.

Nánar um réttindi einstaklinga

Landsbankinn stuðlar að því að vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs m.a. með því að:

  • Setja reglur um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga í starfseminni
  • Tilnefna persónuverndarfulltrúa sem hefur eftirlit með því að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi bankans
  • Skjalfesta verklag um vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við persónuverndarlög
  • Veita starfsfólki ítarlega fræðslu og leiðbeiningar í samræmi við gildandi persónuverndarlög

Evrópureglugerð um persónuverndHafðu samband

Fyrirspurnir, ábendingar eða kvartanir er varða vinnslu persónuupplýsinga sendast til persónuverndarfulltrúa bankans í netfangið personuvernd@landsbankinn.is eða síma 410 4000.

Persónuvernd á Umræðunni

Á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, má finna fróðlegar greinar um persónuvernd og þær breytingar sem ný löggjöf hefur í för með sér.

19. júlí 2019
FaceApp getur gert hvað sem er við myndirnar þínar

28. janúar 2019
Einstaklingar vaktaðir hverja einustu sekúndu

25. maí 2018
Ný persónuverndarlöggjöf í ríkjum Evrópusambandsins

28. september 2017
Veistu hvaða upplýsingum Tinder - og önnur öpp - safna um þig?

7. september 2017
Mun strangari löggjöf um persónuvernd

Vefkökur

Landsbankinn notar vefkökur til að sníða vefsvæðið að þörfum notenda, t.d. til að vista stillingar notenda, til að vinna tölfræðilegar upplýsingar, til að greina umferð um vefsvæðið, í markaðslegum tilgangi og til að stuðla að virkni vefsíðunnar.

Nánar um vefkökur