Eignarhlutir

Eignarhlutir í óskráðum félögum

Vinsamlegast sendið póst á netfangið eignarhlutir@landsbankinn.is varðandi fyrirspurnir.

 

 • Landsbankinn kann að vera lánveitandi þessara félaga.
 • Áskilin er réttur til að meta fjárfestingargetu tilboðsgjafa.
 • Seljandi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf.

 • Atvinnuþróunarfélag á Vestfjörðum.
 • Eignarhluti: 1,14% í eigu Landsbankans hf.
 • Aðrir eigendur: Fjórðungssamband Vestfjarða (84,06%).
 • Forkaupsréttur.

Eignarhaldsfélag Suðurnesja

 • Fjárfestinga- og nýsköpunarfélag í Reykjanesbæ.
 • Eignarhluti: 2,0% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
 • Aðrir eigendur: Ríkissjóður (48,1%), Byggðastofnun (19,9%), Reykjanesbær (15,0%) o.fl.

Hvetjandi eignarhaldsfélag ehf.

 • Atvinnuþróunarfélag og frumkvöðlasjóður Ísafirði sem hefur það hlutverk að stuðla að og styðja við atvinnusköpun á svæðinu.
 • Eignarhluti: 14,0%, í eigu Landsbankans hf. 9,8%, í eigu Hamla fyrirtækja ehf. 4,2%.
 • Aðrir eigendur: Byggðastofnun (43,1%), Ísafjarðarbær (18,5%), Vestinvest (16,6%) o.fl.
 • Forkaupsréttur.

Ísfélag Vestmannaeyja hf.

 • Útgerðarfélag í Vestmannaeyjum.
 • Eignarhluti: 0,1% í eigu Landsbankans hf.
 • Aðrir eigendur: ÍV fjárfestingarfélag (89%), Ísfélag Vestmannaeyja hf. (7,42%), Anna ehf. (3,21%).
 • Starfsemi: Ísfélagið gerir út 6 skip til veiða á bolfiski og uppsjávarfiski. Félagið rekur frystihús og fiskmjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn.

Sparisjóður Suður-Þingeyinga

 • Sparisjóður með afgreiðslustöðum á Húsavík, Laugum og Mývatni.
 • Eignarhluti: 1,7% í eigu Landsbankans hf.
 • Aðrir eigendur stofnfjár, enginn eigandi á yfir 2,5% hlut.

Stoðir hf.

 • Fjárfestingafélag
 • Eignarhluti: 12,1% af útistandandi hlutum eru í eigu Landsbankans

Vesturferðir ehf.

 • Vesturferðir ehf. er ferðaskipuleggjandi og ferðaskrifstofa Vestfjarða.
 • Eignarhluti: 8,57% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
 • Aðrir eigendur: Ferðamálasamtök Vestfjarða (24,52%), Hvetjandi (9,8%), Flugfélag Íslands (4,08%), fjöldi eigenda 59.
 • Forkaupsréttur.

Vefur Vesturferða

Eyrir Invest hf.

 • Fjárfestingafélag.
 • Eignarhluti: 12,8% útgefins hlutafjár í eigu Landsbankans hf.
 • Helstu eignir:
  • 27,8% eignarhluti í Marel hf.
  • 46% eignarhlutur í Eyri Sprotum slhf.

Fasteignafél. Sunnubraut 4 ehf.

 • Fasteignafélag um skrifstofu- og verslunarhúsnæði að Sunnubraut 4, Garði. Fasteignin er í útleigu.
 • Eignarhluti: 32,88% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
 • Aðrir eigendur: Sveitafélagið Garður 34,25% og Samkaup hf. 32,88%.
 • Forkaupsréttur.

Grundarstræti ehf.

 • Fasteignafélag um fasteignina Grundarstræti 1-7, Súðavík. Fasteignin skiptist í fimm eignarhluta sem allir eru í útleigu.
 • Eignarhluti: 21,28% í eigu  Hamla fyrirtækja.
 • Aðrir eigendur: Súðavíkurhreppur 78,72%.
 • Forkaupsréttur.

Hæðin á Höfðabraut

 • Fasteignafélag um rekstur á hluta Höfðabrautar 6, Hvammstanga.
 • Eignarhluti: 6,26% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
 • Aðrir eigendur: Fasteignafélagið Borg ehf. (25,6%), Byggðastofnun (12,3%), Bjarni Þór Einarsson/Ráðbarður sf. (10,6%).
 • Eignir:
  • Höfðabraut 6, alls 438 fermetrar.
 • Forkaupsréttur.

Seljalax ehf.

 • Eignarhluti: 0,7% í eigu Landsbankans hf.
 • Aðrir eigendur: Norðurþing (26,1%), Búnaðarfélag Keldhverfinga (12,4%), Búnaðarfélag Öxfirðinga (11,6%).
 • Helstu eignir: Handbært fé ásamt eignarhlutum í óskráðum félögum.
 • Forkaupsréttur.

Tækifæri hf.

 • Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi.
 • Eignarhluti: 0,81%, í eigu Landsbankans hf. 0,67%, í eigu Hamla fyrirtækja 0,14%.
 • Aðrir eigendur: Kea svf. (72%), Stapi lífeyrissjóður (15%), Íslensk verðbréf hf. (9,2%), Aðrir (3%).
 • Helstu eignir: Baðfélag Mývatnssveitar hf. (41%), N4 ehf. (58%), Appia ehf. (33%), Sjóböð ehf. (25%) ofl.
 • Forkaupsréttur.