Eignir til sölu

Stefna um sölu eigna

Til sölu

Markmið stefnunnar er að tryggja vandaða stjórnarhætti um sölu eigna og takmarka rekstraráhættu og orðsporsáhættu sem sala eigna getur falið í sér. Í stefnunni er kveðið á um að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs. Í stefnunni er skilgreint hvaða eignir teljast til mikilvægra eigna með tilliti til verðmætis og orðsporsáhættu. Sala mikilvægra eigna skal háð sérstöku mati á orðsporsáhættu og samþykki bankaráðs.

Söluferli eigna

Fasteignir eru skráðar hjá fasteignasölum um leið og þær eru tilbúnar til sölumeðferðar.
Íbúðahúsnæði er skráð beint hjá fasteignasölum og er því ekki birt sérstaklega á þessum vef, til verndar gerðarþolum.