Vöxtur í leit að jafnvægi

Ferðaþjónusturáðstefna Landsbankans 2017

Vinsamlegast leiðréttið eftirfarandi

  Villa

  Skráningu er lokið

  Landsbankinn stendur fyrir opinni ráðstefnu um málefni ferðaþjónustu á Íslandi þriðjudaginn 26. september 2017 í Silfurbergi Hörpu.

  Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8.00 og ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 8.30.

  Hámarksfjölda þátttakenda hefur verið náð og skráningu því lokið.

  Tímarit og ný greining Hagfræðideildar á Umræðunni

  Í tengslum við ráðstefnuna gefur Landsbankinn út efnismikið tímarit um ferðaþjónustu á Íslandi sem biritst á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu bankans. Þar verður að finna nýja og ítarlega greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu og horfum í greininni, viðtöl við fólk sem kemur að ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti, sérfræðinga og ferðamenn.

  Ráðstefnan verður tekin upp og upptökur verða aðgengilegar á Umræðunni.

  Dagskrá

  Vatnaskil eða vaxtarverkir?
  Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.

  Ferðaþjónustan áfram í forystuhlutverki
  Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.

  Þróun og tækifæri ferðaþjónustunnar á Asíumarkaði
  Ársæll Harðarson, forstöðumaður hjá Icelandair og formaður stjórnar Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins.

  Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi: Að finna vextinum farveg
  Anita Mendiratta sérfræðingur í ferðaþjónustu og sérstakur ráðgjafi aðalritara Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

  Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, stýrir fundi.

  Pallborðsumræður um framtíðarhorfur ferðaþjónustu og flugrekstrar á Íslandi:

  • Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group
  • Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia
  • Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air.

  Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, stýrir umræðum.

  Rætt við ferðamenn á förnum vegi