Sjálfbærnidagur

Sjálf­bærni­dag­ur Lands­bank­ans // 2023

Fimmtu­dag­inn 7. sept­em­ber kl. 9.00
í Grósku, Bjarg­ar­götu 1.

Morgunfundur

Við höfum sett saman spennandi dagskrá þar sem m.a. verður fjallað um útblástur frá flugsamgöngum, fasteignarekstri og -framkvæmdum og hver framtíðin er í landflutningum.

Húsið opnar og við bjóðum upp á morgunhressingu frá kl. 8.30. Að fundi loknum verður boðið upp á léttan hádegisverð. 

Dagskrá fundarins

  • Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flytur ávarp.
  • Dr. Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands: Aðlögun samfélags að breyttum heimi.
  • Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair: Leiðin að kolefnishlutlausu flugi.
  • Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar: Allar vegasamgöngur alfarið á 100% rafmagni.
  • Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og reksturs hjá Regin: Fasteignafélag fyrir nýja framtíð. Stefna og áherslur Regins í sjálfbærni.

Auk þess fáum við örkynningar frá Plastplani sem hannar og framleiðir vörur úr endurunnu plasti og Álfi brugghúsi sem m.a. bruggar bjór úr kartöfluhýði sem annars hefði farið til spillis. Að sjálfsögðu verður boðið upp á að smakka á bjórnum í Grósku.

Fundarstjóri er Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans.

Sætafjöldi er takmarkaður og því hvetjum við þig til að skrá þig strax til að tryggja þér sæti. Fundurinn verður einnig í vefstreymi en við viljum gjarnan sjá þig í Grósku. 

Við hlökkum til að sjá þig!

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur