Fjármögnun

Fjármögnun

Fjármögnun Landsbankans grundvallast á þremur meginstoðum: Innlánum frá viðskiptavinum, fjármögnun á markaði og eigin fé. Lánshæfiseinkunn Landsbankans er metin BBB/A-2 með jákvæðum horfum af S&P Global Ratings.

Innlán frá viðskiptavinum
Stærstur hluti fjármögnunar bankans er í formi innlána frá viðskiptavinum sem námu 1.049 milljörðum króna í árslok 2023 og eru að mestu leyti óverðtryggð og óbundin. Verðtryggð innlán námu 180 milljörðum króna í lok árs 2023.
Hlutafé
Eigið fé bankans nam 304 milljörðum króna í árslok 2023 og eiginfjárhlutfallið var 23,6%.

Fjármögnun á markaði

Landsbankinn er reglulegur útgefandi á innlendum og erlendum skuldabréfamörkuðum. EMTN-útgáfur og sértryggð skuldabréf eru stærsti hluti lántöku bankans.

EMTN-útgáfa

Landsbankinn er með EMTN-útgáfuramma að fjárhæð 2 milljarðar evra. Fyrsta skuldabréfaútgáfa bankans undir rammanum var árið 2015 og hefur bankinn verið reglulegur útgefandi síðan.

Sértryggð skuldabréf

Landsbankinn gefur út sértryggð skuldabréf undir útgáfuramma sértryggðra skuldabréfa að fjárhæð 2.500 milljónir evra. Fyrsta sértryggða útgáfan var árið 2013 með reglulegum útgáfum síðan.

Víxlar og skuldabréf

Víxlar og víkjandi útgáfur á innlendum markaði eru gefnar út undir útgáfuramma bankans fyrir víxla og skuldabréf að fjárhæð 50 milljarðar króna.

Sjálfbær fjármálaumgjörð

Fyrsta græna útgáfa bankans undir sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans var árið 2021.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur