Skólahreysti 2018

Landsbankinn hefur markað sér stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa eftir ábyrgum stjórnarháttum í rekstri bankans.

Heiðarskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti 2018 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 2. maí.

Laugalækjarskóli tryggði sér annað sætið og silfur með glæsilegum árangri og Grunnskólinn á Hellu varð í þriðja sæti og fékk bronsið. Tólf skólar af öllu landinu unnu sér keppnisrétt í úrslitum en yfir 100 skólar hófu keppni í ár. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Keppnin hófst með krafti þegar Óliver Dór Örvarsson úr Laugalækjarskóla bar sigur úr býtum í bæði upphífingum og dýfum en hann tók 52 upphífingar og 54 dýfur. Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir úr Grunnskóla Húnaþings Vestra og Magnea Vignisdóttir úr Brekkuskóla voru jafnar í armbeygjukeppninni en þær tóku báðar 56 armbeygjur. Leonie Sigurlaug stóð sig einnig best í hreystigreip og náði glæsilegum tíma með því að hanga í 5.33 mínútur. Heiðarskóli sigraði að lokum hraðaþrautina en það voru Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir og Eyþór Jónsson sem fóru þrautina fyrir hönd Heiðarskóla á 2.15 mínútum.

Sigurlið Heiðarskóla skipuðu Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir og Eyþór Jónsson (hraðaþraut), Bartosz Wiktorowicz (upphífingar og dýfur) og Ástrós Elísa Eyþórsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Laugalækjarskóla skipuðu Tinna Dögg Þórðardóttir og Jónas Ingi Þórisson (hraðaþraut), Óliver Dór Örvarsson (upphífingar og dýfur) og Una Sigrún Zoega (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Grunnskólans á Hellu skipuðu Jóna Kristín Þórhallsdóttir og Heiðar Óli Guðmundsson (hraðaþraut), Almar Máni Þorsteinsson (upphífingar og dýfur) og Írena Rós Haraldsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar í úrslitum í ár voru Brekkuskóli, Grunnskólarnir á Suðureyri og í Súðavík, Grunnskóli Hornarfjarðar, Grunnskóli Húnaþings Vestra, Holtaskóli, Lindaskóli, Varmahlíðarskóli, Varmárskóli og Ölduselsskóli.

Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Skólahreysti og óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Viðtal við tvo fyrrum keppendur í Skólahreysti

Jóhanna Júlía sló Íslandsmetið í armbeygjum þegar hún keppti í Skólahreysti árið 2012 og Árni Beinteinn áttaði sig á að allt er hægt ef maður ætlar sér það þegar hann tók þátt árið 2010.

Viðtal við tvo fyrrum keppendur í Skólahreysti

Jóhanna Júlía sló Íslandsmetið í armbeygjum þegar hún keppti í Skólahreysti árið 2012 og Árni Beinteinn áttaði sig á að allt er hægt ef maður ætlar sér það þegar hann tók þátt árið 2010.


Skólahreysti er í boði Landsbankans

Skólahreysti er haldin í fjórtánda sinn vorið 2018 með þátttöku 105 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn er sem fyrr aðalbakhjarl Skólahreysti og fylgir keppninni um allt land.

Markmið Skólahreysti er að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð er á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem keppendur vinna að mestu leyti með eigin líkama í þrautunum.

Undankeppni Skólahreysti 2018 hefst í Reykjanesbæ fimmtudaginn 15. mars og lýkur á Egilsstöðum þann 11. apríl. Úrslitakeppni tólf skóla sem ná bestum árangri verður svo haldin í Laugardalshöll miðvikudaginn 2. maí og sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Um Skólahreysti

Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Í hverju liði eru tveir strákar og tvær stelpur sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk.

Keppnisgreinar eru eftirtaldar:

  • Upphífingar (strákar)
  • Armbeygjur (stelpur)
  • Dýfur (strákar)
  • Hreystigreip (stelpur)
  • Hraðaþraut (strákar og stelpur)

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan hinn keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Önnur stúlkan keppir í armbeygjum og hreystigreip, en hin tekur þátt í hraðaþrautinni. Tveir skólar keppa samtímis í hverri þraut fyrir utan hreystigreip, en þar takast á fimm til átta skólar í einu. Í hraðaþrautinni fer stelpan fyrst af stað og þegar hún lýkur hringnum má strákurinn fara af stað í sinn hring. Samanlagður tími þeirra er keppnistími liðsins.

Þar sem mikill fjöldi skóla tekur þátt í keppninni er nauðsynlegt að halda undankeppnir til að ákvarða hvaða skólar keppa í úrslitakeppninni sjálfri í lok keppnistímabilsins. Undanriðlar eru níu talsins og eru þeir svæðisbundnir, þ.e. skólar frá sama landssvæði keppa innbyrðis sín á milli.

Fréttir um Skólahreysti

Frétt 3. maí 2018: Heiðarskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 27. apríl 2017: Síðuskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 22. apríl 2016: Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 24. apríl 2015: Fjórði sigur Holtaskóla á fimm árum

Frétt 21. apríl 2014: Tólf bestu skólarnir í Skólahreysti mætast

Frétt 20. maí 2014: Heiðarskóli vann Skólahreysti

Frétt 15. maí 2014: Tólf bestu skólarnir í Skólahreysti mætast

Frétt 26. febrúar 2014: Landsbankinn nýr bakhjarl Skólahreysti

Myndir 2018

Úrslit

Myndir úr úrslitakeppni


Egilsstaðir

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Akureyri

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Reykjanesbær og Hafnarfjörður

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Vesturland og Vestfirðir

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Vesturbær, Austurbær og Seltjarnarnes

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær og Kjalarnes

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Vesturbær, Austurbær og Seltjarnarnes

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Suðurland

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Breiðholt, Grafarvogur, Árbær, Grafarvogur og Norðlingaholt

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Keppnisdagar

Reykjanesbær - fimmtudagur 15. mars

Íþróttahús Keflavíkur
Kl. 16.00 - Hafnarfjörður / Reykjanes


Garðabær - miðvikudagur 21. mars

TM höllin í Garðabæ
Kl. 13.00 - Vesturland / Vestfirðir
Kl. 16.00 - Vesturbær / Austurbær / Seltjarnarnes
Kl. 19.00 - Kópavogur / Garðabær / Mosfellsbær / Kjalarnes


Garðabær - fimmtudagur 22. mars

TM höllin í Garðabæ
Kl. 13.00 - Suðurland
Kl. 16.00 - Breiðholt / Grafarvogur / Árbær / Grafarholt / Norðlingaholt


Akureyri - miðvikudagur 4. apríl

Íþróttahöllin Skólastíg
Kl. 13.00 - Norðurland / Akureyri


Egilsstaðir - miðvikudagur 11. apríl

Íþróttahúsið Tjarnarbraut
Kl. 14.00 - Austurland


Reykjavík - miðvikudagur 2. maí

Úrslit í Laugardalshöll
Kl. 19.30 - 12 skólar