Skólahreysti 2017

Síðuskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Síðuskóli á Akureyri er sigurvegari Skólahreysti 2017 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 26. apríl. Síðuskóli setti jafnframt nýtt Íslandsmet í hraðaþraut og fór brautina á 2.03 mínútum.

Lindaskóli tryggði sér annað sætið og silfur með glæsilegum árangri og Laugalækjarskóli varð í þriðja sæti og fékk bronsið. Tólf skólar af öllu landinu unnu sér keppnisrétt í úrslitum en yfir 100 skólar hófu keppni í ár. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Landsbankinn er stoltur bakhjarl Skólahreysti.

Nýtt Íslandsmet

Nýtt Íslandsmet var sett þegar Síðuskóli fór hraðaþrautina á 2.03 mínútum en fyrra met var 2.05 mínútur. Það voru þau Raguel Pino Alexandersson og Elma Dögg Sævarsdóttir sem fóru brautina fyrir Síðuskóla.

Halldór Ingvar Bjarnason úr Barnaskólanum á Eyrarakka og Stokkseyri gerði flestar upphífingar en hann tók 47 upphífingar. Aníta Björg Sölvadóttir úr Foldaskóla sigraði armbeygjukeppnina með 48 armbeygjum en Halldór Berg Halldórsson úr Holtaskóla í Reykjanesbæ bar sigur úr býtum í dýfunum og tók 53 dýfur. Eygló Ástþórsdóttir úr Síðuskóla stóð sig best í hreystigreip og náði glæsilegum tíma með því að hanga í 5.35 mínútur.

Sigurlið Síðuskóla skipa Embla Dögg Sævarsdóttir og Raguel Pino Alexandersson (hraðaþraut), Eygló Ástþórsdóttir (armbeygjur og hreystigreip) og Guðni Jóhann Sveinsson (upphífingar og dýfur).

Silfurlið Lindaskóla skipa Telma Sól Bogadóttir og Sigmundur Hafþórsson (hraðaþraut), Heiðrún Arna Vignisdóttir (armbeygjur og hreystigreip) og Aron Bjarkason (upphífingar og dýfur).

Bronslið Laugalækjarskóla skipa Sara Hlín Hjartardóttir og Jónas Ingi Þórisson (hraðaþraut), Sóley Margrét Valdimarsdóttir (armbeygjur og hreystigreip) og Óliver Dór Örvarsson (upphífingar og dýfur).

Aðrir skólar í úrslitum í ár voru Gr. í Stykkishólmi, Brúarásskóli, Gr. Bolungarvíkur, Foldaskóli, Stóru-Vogaskóli, Varmahlíðarskóli, Brekkuskóli, Holtaskóli og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Viðtal við tvo fyrrum keppendur í Skólahreysti

„Sjálfstraustið mitt jókst alveg ótrúlega“ segir Anna Kristín Árnadóttir um þátttöku sína í Skólahreysti fyrir átta árum. Eyþór Guðjónsson sem tók þátt í Skólahreysti árið 2011, tekur undir þetta og hvetur alla krakka sem hafa áhuga til að taka þátt.

Skólahreysti er í boði Landsbankans

Skólahreysti er haldin í þrettánda sinn vorið 2017 með þátttöku 115 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn er sem fyrr aðalbakhjarl Skólahreysti og fylgir keppninni um allt land.

Markmið Skólahreysti er að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð er á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem keppendur vinna að mestu leyti með eigin líkama í þrautunum.

Undankeppni Skólahreysti 2017 hófst í Garðabæ þriðjudaginn 14. mars og lauk á Egilsstöðum í byrjun apríl. Úrslitakeppni tólf skóla sem ná bestum árangri verður svo haldin í Laugardalshöll miðvikudaginn 26. apríl og sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Um Skólahreysti

Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Í hverju liði eru tveir strákar og tvær stelpur sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk.

Keppnisgreinar eru eftirtaldar:

  • Upphífingar (strákar)
  • Armbeygjur (stelpur)
  • Dýfur (strákar)
  • Hreystigreip (stelpur)
  • Hraðaþraut (strákar og stelpur)

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan hinn keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Önnur stúlkan keppir í armbeygjum og hreystigreip, en hin tekur þátt í hraðaþrautinni. Tveir skólar keppa samtímis í hverri þraut fyrir utan hreystigreip, en þar takast á fimm til átta skólar í einu. Í hraðaþrautinni fer stelpan fyrst af stað og þegar hún lýkur hringnum má strákurinn fara af stað í sinn hring. Samanlagður tími þeirra er keppnistími liðsins.

Þar sem mikill fjöldi skóla tekur þátt í keppninni er nauðsynlegt að halda undankeppnir til að ákvarða hvaða skólar keppa í úrslitakeppninni sjálfri í lok keppnistímabilsins. Undanriðlar eru níu talsins og eru þeir svæðisbundnir, þ.e. skólar frá sama landssvæði keppa innbyrðis sín á milli.

Fréttir um Skólahreysti

Frétt 2. júní 2020: Lindaskóli varði titillin í Skólahreysti

Frétt 9. maí 2019: Lindaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 3. maí 2018: Heiðarskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 27. apríl 2017: Síðuskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 22. apríl 2016: Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 24. apríl 2015: Fjórði sigur Holtaskóla á fimm árum

Frétt 21. apríl 2014: Tólf bestu skólarnir í Skólahreysti mætast

Frétt 20. maí 2014: Heiðarskóli vann Skólahreysti

Frétt 15. maí 2014: Tólf bestu skólarnir í Skólahreysti mætast

Frétt 26. febrúar 2014: Landsbankinn nýr bakhjarl Skólahreysti

Myndir 2017

Úrslit

Myndir frá úrslitakeppni


Norðurland og Akureyri

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Austurland

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Vesturland og Vestfirðir

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær og Kjalarnes

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Vesturbær, Austurbær og Seltjarnarnes

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Suðurland

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Breiðholt, Grafarvogur, Árbær, Grafarvogur og Norðlingaholt

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Reykjanes og Hafnarfjörður

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Keppnisdagar

Garðabær - þriðjudagur 14. mars

TM höllin í Garðabæ
Kl. 13.00 - Vesturland/Vestfirðir
Kl. 16.00 - Garðabær / Kópavogur / Mosfellsbær / Kjalarnes
Kl. 19.00 - Vesturbær / Austurbær / Seltjarnarnes


Garðabær - miðvikudagur 15. mars

TM höllin í Garðabæ
Kl. 13.00 - Suðurland
Kl. 16.00 - Breiðholt / Grafarholt / Árbær / Grafarvogur / Norðlingaholt


Reykjanesbær - miðvikudagur 22. mars

Íþróttahús Keflavíkur
Kl. 16.00 - Reykjanes og Hafnarfjörður


Akureyri - miðvikudagur 29. mars

Íþróttahöllin Skólastíg
Kl. 13.00 - Norðurland/Akureyri


Egilsstaðir - miðvikudagur 5. apríl

Íþróttahúsið Tjarnarbraut
Kl. 14.00 - Austurland


Reykjavík - miðvikudagur 26. apríl

Úrslit í Laugardalshöll
Kl. 20.15 - 12 skólar